- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Mánudaginn 16. maí nk. kl. 20.00 verður efnt til íbúafundar um umhverfisvottun EarthCheck sem Grundarfjarðarbær hefur hlotið í samstarfi við hin sveitarfélögin á Snæfellsnesi.
Á fundinum verður gerð grein fyrir vottunarverkefninu, hvað hefur áunnist síðustu ár og hver verkefni framtíðarinnar eru.
Íbúar eru hvattir til þess að mæta og kynna sér málið og nýta sér um leið tækifærið til þess að koma á framfæri nýjum hugmyndum.
Fundurinn verður haldinn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar og hefst kl. 20.00
Allir velkomnir.