- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Bæjarstjórn Grundarfjarðar stóð fyrir opnum íbúafundi í Samkomuhúsinu síðastliðinn miðvikudag. Vel var mætt á fundinn og vildu talnaglöggir meina að yfir 70 manns hefðu verið á svæðinu.
Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar héldu kynningu á stöðu hinna ýmsu mála. Þar má telja breytingar á samþykkt um hundahald, ábendingar frá íbúafundi í nóvember sl., fyrirhugaðar framkvæmdir og samfélagsmiðstöð. Þá hélt Birgir Kristjánsson frá Íslenska gámafélaginu kynningu á þriggja tunnu sorpflokkun og Björg Ágústsdóttir frá Alta kynningu á hugmyndum um svæðisgarð á Snæfellsnesi. Boðið var upp á opnar fyrirspurnir og nýttu fundargestir sér tækifærið og fram komu margar góðar spurningar og ábendingar.