Ný aðstaða fyrir smábáta

Skrifað hefur verið undir samning við Tígur ehf. um endurbætur á aðstöðu smábáta í Grundarfjarðarhöfn.   Núverandi aðstaða smábáta er sprungin og eftir útboðsferli var tilboði Tígurs ehf. í stækkun smábátaaðstöðunnar tekið. Framkvæmdin felst í dýpkun, grjótvörn, steypa landstöpul og nýja 50 m flotbryggju.  

Moldin er búin

Fyrirspurnir hafa borist áhaldahúsi um gróðurmold. Í vor var mold í boði, í takmörkuðu magni, á vegum Grundarfjarðarbæjar. Moldin er nú búin og mun bærinn ekki bjóða upp á meiri mold á þessu sumri.

Útvarp Grundarfjörður

Hér má hlusta á Útvarp Grundarfjörður. 

Friðarhlaupið

Þriðjudaginn 19. júlí, kl. 17:30 verður Friðarhlaupið í Grundarfirði. Fólk á öllum aldri er hvatt til að taka þátt.   Friðarhlaupið (World Harmony Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning.  Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga.  Friðarhlaupið var stofnað árið 1987 af friðarfrömuðinum Sri Chinmoy og hefur nú verið hlaupið í rúmlega 140 löndum síðustu 24 árin.  

Umhverfismál fyrir bæjarhátíð

Nú þegar bæjarbúar eru farnið að telja niður dagana fram að bæjarhátíðinni „Á góðri stund“ eru kannski einhverjir að velta fyrir sér hvernig verði með umhirðu og umhverfismál, fyrir og eftir hátíð og á meðan hún stendur.   Fulltrúar bæjarins funduðu með hverfastjórum, þar sem farið var yfir þessi mál.  

Annatími á tjaldsvæðinu

  Þessa dagana er háannatíminn á tjaldsvæðinu, sem iðulega fyllist og komast þá færri að en vilja.  Í gær var hér margt góðra gesta í þéttri byggð húsbíla.  Flestir gestanna voru í árlegri „Stóru ferð“ Húsbílafélagsins og liggur leiðin á Vesturlandið að þessu sinni.  Vel fór um fólkið, sem lét vel af sér í blíðunni í Grundarfirði.   

Safnað fyrir vatnsrennibraut

  Þessar duglegu Grundarfjarðarhnátur komu við á bæjarskrifstofunni í gær. Þær heita  Elva Björk og Svanhildur Ylfa. Tilefnið var að afhenda fé sem þær höfðu safnað með tombólu til kaupa á vatnsrennibraut í sundlaug bæjarins. Þær söfnuðu 4.796kr og bætist það í sjóðinn. Þessi sjóður var stofnaður árið 1997 og margir kraftmiklir krakkar gefið í hann í gegnum tíðina. Í dag eru rúmlega 102.000 kr. í sjóðnum. Við þökkum þeim fyrir gott framtak.

Vitinn afhentur í þriðja sinn

  Vitinn, menningarverðlaun Eyrbyggja, hollvinasamtaka Grundarfjarðar, verður afhentur í þriðja sinn í Grundarfirði laugardaginn 23. júlí. Afhendingin er liður í fjölskyldudagskrá hátíðarinnar á Góðri stund í Grundarfirði og fer fram á Hátíðarsvæði kl 14.  Það eru Hollvinasamtök Grundfirðinga, Eyrbyggjar, sem standa að Vitanum. Verðlaunin eru veitt einstaklingi sem hefur látið verulega til sín taka í þágu lista, menningar eða annarra framfara í byggðarlaginu og er það stjórn samtakanna sem tilnefnir og velur verðlaunahafa. 

Dúfnaveislan 2011

  Dúfnaveislan hófst á 16 skotvöllum víða um land föstudaginn 1. júlí og stendur til 31. ágúst. Dúfnaveislan er samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar (UST), Skotveiðifélags Íslands (SKOTVÍS), ýmissa félaga sem reka skotvelli auk styrktaraðila. Tilgangur dúfnaveislunnar er að hvetja veiðimenn um land allt til að kynna sér þá aðstöðu sem skotvellirnir hafa uppá að bjóða og stunda reglulegar skotæfingar áður en veiðitímabilið hefst og undirbúa sig eins og best verður á kosið. 

Nýr skrifstofustjóri

Sigurlaug R. Sævarsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar. Sigurlaug er með M.A. gráðu í mannauðsstjórnun og M.Sc. gráðu í heilsuhagfræði frá Háskóla Íslands auk B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst.   Undanfarin ár hefur Sigurlaug verið framkvæmdastjóri Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Sigurlaug mun hefja störf í ágúst.