Tónlistarskóli Grundarfjarðar

Innritun fyrir skólaárið 2011-2012 fer fram dagana 02. - 20.maí 2011. Nemendur Tónlistarskólans og Grunnskólans hafa nú þegar fengið afhent umsóknareyðublöð en einnig má nálgast eyðublöðin í Tónlistarskólanum og hjá ritara Grunnskólans. Vinsamlegast skilið umsóknum til bekkjakennara í Grunnskóla eða í Tónlistarskólann fyrir 20.maí n.k.  Nánari upplýsingar eru veittar í Tónlistarskólanum í síma: 430-8560. Þórður Guðmundsson skólastjóri.     Skólaslit og vortónleikar verða í sal FSN föstudaginn 13.maí (nánar auglýst síðar).  

Blóðbankabílinn í Grundarfirði í dag

Blóðbankabílinn verður í Grundarfirði við Samkaup-Úrval, í dag, þriðjudaginn 3. maí frá klukkan 12:00 - 17:00. Allir velkomnir. Blóðgjöf er lífgjöf.  

Myndarlegt sumar í vændum?

  Grundarfjarðarbær stendur fyrir ljósmyndasamkeppni í sumar. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir bestu myndirnar. Samkeppnin stendur frá 2. maí til 31. ágúst og verða myndirnar að vera teknar á því tímabili og innan sveitarfélagsmarka. Hver þátttakandi má senda inn tíu myndir. Afraksturinn verður svo til sýnis á veglegri sýningu á næstu Rökkurdögum. Þemað í samkeppninni er sumar.   Nánari upplýsingar veitir markaðsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar (899-1930 / jonas@grundarfjordur.is)  

Píanótónleikar framhaldsnema

Píanónemendur við Tónlistarskóla Stykkishólms halda tónleika í Fjölbrautaskóla Snæfellinga mánudaginn 2. maí kl. 20:00. Enginn aðgangseyrir.   Nánari upplýsingar.

Tímabundin ókeypis tannlæknaþjónusta fyrir börn

Sjá nánar auglýsingu hér.  Og hér.

Aðalfundur Skotgrundar

verður haldinn í húsnæði félagsins í Hrafnkelsstaðabotni, fimmtudaginn 5. maí kl. 20:30. Dagskrá fundarins: Skýrsla stjórnar. Reikningar félagsins lagðir fram. Ákvörðun um félagsgjöld. Kjör formanns, stjórnar og skoðunarmanna. Önnur mál. Við hvetjum félagsmenn og aðra áhugamenn til að mæta á fundinn. Áhugasamir eru eindregið hvattir til að bjóða sig fram til stjórnar félagsins.     Stjórn Skotgrundar  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennurum fyrir skólaárið 2011-2012.

Danska            50 – 75% staða Enska             50 – 75% staða Félagsfræði     50% staða Sálfræði          50% staða Stærðfræði      50% staða Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans 

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftirfarandi stöður.

Deildarstjóri framhaldsdeildar FSN á Patreksfirði, 75% staða. Starfsmaður framhaldsdeildar FSN á Patreksfirði, 75% staða. Stuðningsfulltrúi við starfsbraut FSN í Grundarfirði 100% staða í 6,5 mánuði.   Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi SFR og ríkisins.  

Grunnnám í bygginga- og málmiðngreinum

FSN Í samvinnu við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA) er hægt að taka eins árs nám í bygginga- og málmiðngreinum í FSN. Á brautinni eru almennar bóklegar greinar ásamt grunnteikningu, upplýsingatækni og verktækni grunnnáms. Verktækni grunnnáms er verklegt nám sem fer að stærstum hluta fram í FSN auk námskeiða á verkstæðum FVA. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2011. Skólameistari  

Dómaranámskeið

Unglingadómaranámskeið í knattspyrnu verður haldið í Grundarfirði mánudaginn 2.maí kl 18:00.   Námskeiðið er fyrir 15 ára og eldri (10.bekkur), og fer fram í Samkomuhúsi Grundarfjarðar.   Skráning er í síma 863-0185 eða á netfangið eygloj@simnet.is fyrir kl. 20:00 föstudagskvöldið 29.apríl.   Ekkert námskeiðsgjald!