Vitinn, menningarverðlaun Eyrbyggja, hollvinasamtaka Grundarfjarðar, verður afhentur í þriðja sinn í Grundarfirði laugardaginn 23. júlí. Afhendingin er liður í fjölskyldudagskrá hátíðarinnar á Góðri stund í Grundarfirði og fer fram á Hátíðarsvæði kl 14.
Það eru Hollvinasamtök Grundfirðinga, Eyrbyggjar, sem standa að Vitanum. Verðlaunin eru veitt einstaklingi sem hefur látið verulega til sín taka í þágu lista, menningar eða annarra framfara í byggðarlaginu og er það stjórn samtakanna sem tilnefnir og velur verðlaunahafa.