Samningur um að stofna svæðisgarð á Snæfellsnesi

Í dag, 7. mars, verður skrifað undir samstarfssamning sem leggur drög að stofnun svæðisgarðs á Snæfellsnesi. Svæðisgarðurinn verður eign allra Snæfellinga, en þeir aðilar sem hafa tekið að sér að leiða verkefnið og undirbúning eru sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi; Snæfellsbær, Stykkishólmsbær, Grundarfjarðarbær, Eyja- og Miklaholtshreppur og Helgafellssveit, og félög sem eru samnefnarar í atvinnulífi á svæðinu; Ferðamálasamtök Snæfellsness, Snæfell - félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi, Búnaðarfélag Staðarsveitar, Búnaðarfélag Eyja- og Miklaholtshrepps og Búnaðarfélag Eyrarsveitar, ásamt SDS, Starfsmannafélagi Dala- og Snæfellsnessýslu. Áhugasamir aðilar um velferð Snæfellsness eru velkomnir í hópinn.

Bæjarstjórnarfundur

147. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldnn í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 8. mars 2012, kl. 17:00. Fundir bæjarstjórnar eru opinir og er öllum velkomið að koma og fylgjast með þeim.

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í miðrými Grunnskóla Grundarfjarðar s.l. fimmtudag og voru 8 upplesarar að þessu sinni. Stóðu nemendur sig með stakri prýði og frábært að sjá hversu miklum framförum þeir voru búnir að ná á þeim tíma, frá því byrjað var að æfa textana.  

Karlakaffi í dag

Minnum á Karlakaffið í dag klukkan 14:30 í Verkalýðsfélagshúsinu. 

Northern Wave hátíðin

Northern Wave hátíðin var haldin í fimmta sinn um helgina. Hátíðin fór vel Lavaland hannaði verðlaunagripinn fram en rúmlega 200 manns sóttu hátíðina.  Verðlaunaafhendingin var haldin á lokadegi hátíðarinnar, í dag sunnudag, og voru veitt verðlaun að upphæð samtals 200.000 krónur fyrir bestu alþjóðlegu stuttmyndina (80.000kr) bestu íslensku stuttmyndina (80.000kr) og fyrir besta íslenska tónlistarmyndbandið (40.000kr) en Gogoyoko.com gaf einnig 50 evru inneign á Gogoyoko.com auk 12 mánaða premium áskrift á síðuna.      

Tilkynning vegna fiskiveislu Northern Wave

Vegna mikils fiskerís í Grundarfirði og þ.a.l. plássleysis í Fiskmarkaði Grundarfjarðar þessa dagana,færist Fiskiveislan frá Fiskmarkaði Grundarfjarðar yfir í G.RUN (Sólvöllum 2) , bakhús á móti Hótel Framnes!!  

Bókaverðlaun barnanna 2012

Foreldrar hjálpið börnunum að finna bækur ársins 2011 svo þau geti kosið bestu barnabókina fyrir 19. mars.  6-12 ára börn (og þau sem eru orðin 13 ára á árinu) fá kjörseðla í grunnskólanum og í bókasafninu. Veggspjöldin eru í grunnskólanum, bókasafninu, leikskólanum, Hrannarbúð og Samkaupum. Sjá einnig á vef Borgarbókasafnsins sem sér um verkefnið. Tvær þátttökuviðurkenningar verða afhentar á skólaslitum grunnskólans í vor. Sjá fréttasíðu bókasafnsins, maí-júní síðustu fjögur árin.    

Karlakaffi

Karlmenn munið eftir karlakaffinu í dag í Verkalýðsfélagshúsinu á Borgarbraut 2 klukkan 14:30 í dag þriðjudag. 

Átt þú frábæra uppskrift af fiskrétti eða fiskisúpu?

Hin vinsæla Fiskiveisla Northern Wave Kvikmyndahátíðarinnar, verður haldin laugardaginn 3.mars næstkomandi. Veislan verður með nýju sniði í ár en nú verður keppt bæði í fiskisúpum og fiskiréttum. Ef þú átt t.d. bestu plokkfisk uppskrift í heimi eða kannt að gera gómsæta fiskisúpu eða langar bara að prófa eitthvað nýtt, þá er um að gera að skrá sig. 

Kirkjuskólinn fellur niður á miðvikudaginn

Kirkjuskólinn fellur niður á morgun Öskudag.