Jólaball

Félagasamtök og fyrirtæki í Grundarfirði halda jólaball fyrir alla fjölskylduna, miðvikudaginn 28. desember 2011 kl. 15.00 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Jólasveinar og fylgisveinar mæta. Happdrætti, Dansað í kringum jólatréð, Kaffi og smákökur, Glaðningur fyrir börnin Aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri og frítt fyrir börn. (ætlast er til að börn mæti með fullorðnum).

Tillaga að deiliskipulagi hesthúsasvæðis Fákafells, Grundarfirði.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 15.desember 2011 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi  samhliða auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi, skv. 41.gr.skipulagslaga nr.123/2011.  Í tillögunni stækkar hesthúsasvæðið í samræmi við aðalskipulagsbreytinguna.  Þegar hafa verið reist 10 hesthús á svæðinu og er gert ráð fyrir 7 lóðum í viðbót fyrir hesthús og einni lóð fyrir reiðhöll í deiliskipulaginu.  

Tillaga að breyttu aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015, Hesthúsasvæði Fákafells.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 15.desember 2011 að auglýsa tillögu að breytingunni skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Breytingin felur í sér stækkun á hesthúsasvæðinu úr 3 ha í 9 ha.  Við það breytist um 6 ha óbyggt svæði í opið svæði til sérstakra nota.  Samhliða auglýsingu á aðalskipulagi er auglýst nýtt deiliskipulag af svæðinu.  

Árleg hundahreinsun.

Árleg hundahreinsun mun fara  fram í janúar og verður auglýst nánar síðar. 

Jólatónleikar tónlistarskóla Grundarfjarðar 2011.

  Jólatónleikar tónlistarskólans voru haldnir síðastliðinn fimmtudag þann 15. desember í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Nemendur léku listir sínar af stakri snilld fyrir gesti sem fóru alsælir heim eftir frábæra tónleika og ljúfa stund. Fullt var út úr dyrum og kom fólk víða að, s.s. frá Akranesi og Reykjavík. Óhætt er að segja að jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar eigi sér fastan sess í hugum margra og sé orðinn ómissandi hluti af jólahátíðinni.  Hér má sjá nokkrar myndir frá tónleikunum.

Fjárhagsáætlun 2012

Fjárhagsáætlun ársins 2012 var samþykkt samhljóða við síðari umræðu í bæjarstjórn 15. desember sl. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á góða samvinnu beggja lista í bæjarstjórn við gerð fjárhagsáætlunar og hefur það fyrirkomulag gengið mjög vel.   Þess má geta að við fyrri umræðu í bæjarstjórn lagði oddviti minnihlutans fram fjárhagsáætlun ársins, en hann stýrði þeim fundi sem varaforseti bæjarstjórnar. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst áður.   Hér að neðan er rekstraryfirlit og helstu tölur ásamt greingargerð bæjarstjóra við fjárhagsáætlun.  

Jólatónleikar í Grundarfjarðarkirkju.

Sunnudaginn 18. desember nk. verða haldnir jólatónleikar í Grundarfjarðarkirkju þar sem Svafa Þórhallsdóttir, óperusöngkona, syngur íslensk sönglög og jólaklassík við undirleik Zsolt Kántor. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 Frír aðgangur. 

Útskrift Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin laugardaginn 17. desember 2011 í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl. 14.00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans. Allir velunnarar skólans eru velkomnir. Skólameistari. 

Jólatónleikar Tónlistarskólans.

Jólatónleikar Tónlistarskólans verða haldnir fimmtudaginn 15. desember nk. kl. 16.00 í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Hlökkum til að sjá ykkur. 

Bæjarstjórnarfundur

144. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 15. desember 2011, kl. 18:30 í  Samkomuhúsinu.   Fundir bæjarstjórnar eru opnir og öllum velkomið að fylgjast með því sem fram fer.