- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Northern Wave hátíðin var haldin í fimmta sinn um helgina. Hátíðin fór vel
Lavaland hannaði verðlaunagripinn |
fram en rúmlega 200 manns sóttu hátíðina. Verðlaunaafhendingin var haldin á lokadegi hátíðarinnar, í dag sunnudag, og voru veitt verðlaun að upphæð samtals 200.000 krónur fyrir bestu alþjóðlegu stuttmyndina (80.000kr) bestu íslensku stuttmyndina (80.000kr) og fyrir besta íslenska tónlistarmyndbandið (40.000kr) en Gogoyoko.com gaf einnig 50 evru inneign á Gogoyoko.com auk 12 mánaða premium áskrift á síðuna.
Hinn grundfirski Lavaland hannaði verðlaunagripi úr endurunnu áli og hrauni úr Berserkjahrauni.
Verðlaunahafar á hátíðinni voru eftirfarandi:
BESTA ALÞJÓÐLEGA STUTTMYNDIN
Last Train eftir Weronika Tofilska, Pólland 2010
BESTA ÍSLENSKA STUTTMYNDIN
Skaði eftir Börk Sigþórsson
BESTA ÍSLENSKA TÓNLISTARMYNDBANDIÐ
Smashed Birds með Sóley
Leikstjórn: Inga Birgisdóttir
Í dómnefnd voru þær Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri, Elísabet Ronaldsdóttir klippari og franska kvikmyndatökukonan Isabelle Razavet. Í dómnefnd tónlistarmyndbanda var hljómsveitin Magga Stína og Hringir en þau spiluðu einnig fyrir dansi á laugardagskvöldið á hátíðinni.
Einnig var haldin Fiskiréttakeppni á vegum hátíðarinnar þar sem keppendur buðu upp á fiskiréttu í grundfirsku hráefni. Ellefu lið tóku þátt og gestir hátíðarinnar kusu svo um besta réttin. Sóknarprestur Grundarfjarðar Aðalsteinn Þorvaldsson og konan hans Lína Hrönn Þorkelsdóttir voru yfirgnæfandi sigurvegara með langflest atkvæði. Í verðlaun voru gjafabréf á bæði Fiskmarkað og Grillmarkað Hrefnu Sætran.