Breyttur opnunartími gámastöðvar.

Samþykkt var á bæjarráðsfundi þann 22 nóvember 2011 að breyta opnunartíma gámastöðvar á laugardögum. Í stað 10.00 - 12.00 verður opið 12.00 - 14.00. Frá og með 1. desember nk. verður opnunartími gámastöðvar því þessi: mánudaga - föstudaga kl. 16.30 - 18.00 laugardögum  kl. 12.00 - 14:00

Jólaföndur í Grunnskóla Grundarfjarðar

Á morgun, fimmtudaginn 24. nóvember,  verður árlegur jólaföndurdagur foreldrafélagsins haldinn. Foreldrafélagið verður með jólaföndurvörur til sölu á 1000 kr. fyrir fyrsta barn en svo 500 kr. fyrir næsta. Einnig verða seldar vöfflur sem 7. og 8. bekkur mun sjá um.  

Ertu búin að borga?

Kæru grundfirðingar! Takk fyrir hjálpina, þeir sem styrktu okkur strákana með kaupum á kjöti fyrir ferðina okkar til Svíþjóðar. En þeir sem eiga eftir að leggja inn á okkur eru vinsamlegast beðnir um að gera það fljótt og örugglega á: reikn. 0194-15-250059 kt. 520290-2579   Takk fyrir stuðninginn Svanlaugur og Aron Freyr.

Tónleikar stórsveitar Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Þriðjudagskvöldið 22. nóvember kl 20.00 mun Stórsveit Fjölbrautaskóla Snæfellinga halda sína fyrstu tónleika og verða þeir í matsal FSN. Stórsveitin er nýr áfangi í skólanum og er samstarfsverkefni tónlistarskólanna á Snæfellsnesi og Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Í sveitinni eru 15 nemendur og vonandi mun Stórsveitin vaxa og dafna um ókomin ár. Við vonumst til að sjá sem flesta og heyra skemmtileg lög úr ýmsum áttum.      

Eldvarnarvika slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

  Á undan förnum árum hafa orðið allt of margir brunar í heimahúsum þar sem að fólk hefur rétt sloppið og þá oftast fyrir tilstilli reykskynjara. Því viljum við hjá slökkviliði Grundarfjarðar skora á húseigendur að yfirfara reykskynjara, skipta um rafhlöður a.m.k. einu sinni á ári. Gert er ráð fyrir að reykskynjari endist í allt að 10 ár en þá þarf að endurnýja. Gott er að prófa skynjaran einu sinni í mánuði með því að ýta á takkann sem er á skynjaranum og á hann þá að gefa frá sér hljóðmerki ef hann er í lagi.

Dagur íslenskrar tungu

    Í Grunnskóla Grundarfjarðar var haldið upp á Dag íslenskrar tungu á einstaklega skemmtilegan hátt. Eldri nemendur unnu með yngri nemendum að ýmsum verkefnum sem voru útbúin upp úr bókum Kristínar Helgu Gunnarsdóttur.  Gaman var að fylgjast með nemendum í þessari samvinnu og sérstaklega var gaman að sjá hve eldri nemendur tóku hlutverk sitt alvarlega. 

Vel sóttur íbúafundur

  Um 50 Grundfirðingar sóttu íbúafund sem haldinn var 15. nóvember sl. Á fundinum fóru Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar og Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri, yfir helstu mál sem unnið er að á vettvangi bæjarins auk þess sem farið var yfir helstu fjárhagstölur.  

Íbúafundur í Grundarfirði

Íbúafundur verður haldinn í Samkomuhúsinu, þriðjudaginn 15. nóvember n.k. kl. 20:00. "Hver er staðan og hvað er mikilvægast"? Vonumst til að sjá sem flesta. Bæjarstjórn. 

Er lögheimili rétt skráð?

Fyrir 1. desember þurfa allir að vera með lögheimili sitt skráð á þeim stað sem þeir hafa fasta búsetu.  Þetta er mikilvægt svo öll réttindi sem fylgja lögheimili séu tryggð.  Skorað er á þá sem eiga eftir að tilkynna um flutning og nýtt lögheimili að ljúka því sem allra fyrst og í síðasta lagi fyrir næstu mánaðamót.  

Leitir.is - nýi leitarvefurinn

Nú geturm við farið í leitir allan ársins hring. Beta.gegnir.is sem margir hafa nýtt sér undanfarið ár hefur fengið nýtt nafn. Leitir.is er leitarvefur sem leitar samtímis í Gegni sem er samskrá velflestra bókasafna í landinu, gagnasöfnum með stafrænu íslensku efni ásamt erlendum áskriftum að stafrænu vísindaefni í Landsaðgangi, Hvar.is. Til hamingju Ísland! Norrænn húmor.   Munið einnig upplesturinn við kertaljós í kvöld kl. sex, kl. 18:00.   Lesið fyrir börn og fullorðna. Safi, te og kaffi á könnunni.