Skilafrestur tilnefninga vegna Frumkvöðuls Vesturlands

Minnum á að frestur til að skila inn tilnefningum vegna Frumkvöðuls Vesturlands 2011 rennur út mánudaginn 26. mars nk. Hér má sjá nánar um tilnefningar. 

Lúðrasveit Tónlistarskólans tilkynnir

Lúðrasveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar heldur stórtónleika föstudaginn 23. mars í sal fjölbrautaskóla Snæfellinga og hefjast þeir 19:30. Stórkostleg popplög á dagskrá hjá A og C sveitum skólans.Miðaverð er 1000 kr. f. fullorðna og 500 kr. f. börn.Kaffisala og sjoppa á staðnum :)Það má enginn Grundfirðingur missa af þessum stórtónleikum!!!  

Undirbúningur fyrir íbúaþing hafinn

Bæjarstjórn samþykkti fyrir nokkru að standa fyrir íbúaþingi í vor.  Fyrsta skref í undirbúningi var fundur með fulltrúum félagasamtaka, nefnda og stofnana, sem haldinn var síðastliðinn þriðjudag.  Þar voru hugmyndir að fyrirkomulagi þingsins kynntar og ræddar, en óskað verður eftir hugmyndum að umræðuefnum frá þessum aðilum og samstarfi um framkvæmd þingsins.  Fram komu góðar ábendingar og skemmtilegar hugmyndir sem verður unnið úr frekar.  Nú munu þau sem sátu fundinn, kynna og ræða málið á sínum vettvangi og síðan verður haldinn annar undirbúningsfundur 3. apríl, þar sem lagðar verða fram hugmyndir að umræðuefnum.  Á kjörtímabilinu hafa verið haldnir þrír íbúafundir sem hafa verið vel sóttir og gagnlegir.  Þeir hafa hins vegar byggst að talsverðu leyti á upplýsingagjöf bæjarstjórnar til íbúa og síðan umræðu í framhaldi af því.  Með íbúaþinginu er verið að snúa þessu við, þannig að íbúarnir verði í aðalhlutverki.  Lögð verður áhersla á virka þátttöku ungs fólks, því þeirra er framtíðin.  

Uppskeruhátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Ólafsvíkurkirkju

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin hátíðleg Á myndinni eru verðlaunahafarnir þrír ásamt dómurum keppninnar, þeim Jóni Júlíussyni, Helgu Guðjónsdóttur og Jóni Hjartarsyni. s.l. miðvikudag í Ólafsvíkurkirkju. Þar voru 9 flottir upplesarar frá Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ úr 7. bekk, sem höfðu þá unnið upplestrarkeppnina í sinni heimabyggð. Lásu nemendur fyrirfram gefna texta sem þeir voru búnir að æfa sig í heima og í skólanum. Í fyrstu umferð voru lesnir kaflar úr bókinni Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, svo lásu nemendur upp ljóð eftir Gyrði Elíasson og í þriðju umferð var lesið ljóð að eigin vali sem þeir kynntu sjálfir. Mjög flott hjá þeim og mjög gaman að heyra hvaða ljóð nemendur völdu, afar fjölbreytt og skemmtilegt val. Á milli umferða voru tónlistaratriði frá Grunnskóla Snæfellsbæjar og voru það glæsilegir nemendur sem stigu þar á stokk. Einnig kynntu nokkrir kennarar í Snæfellsbæ fyrir gestum þau skáld sem urðu fyrir valinu þetta árið, þ.e. Gyrði og Kristínu Helgu. Á meðan beðið var eftir úrslitum var öllum boðið niður í safnaðarheimili krikjunnar þar sem veittar voru veitingar í boði MS í Búðardal og Brauðgerð Ólafsvíkur.  

Frumkvöðull í gæðamálum

Rekstraraðili Farfuglaheimilisins á Grundarfirði, Johnny Cramer, tók nýverið á móti HI-Quality gæðavottun Alþjóðasamtaka Farfugla (Hostelling International). Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit. Farfuglaheimili víða um heim hafa unnið eftir gæðakerfinu frá árinu 2004 en það hefur hingað til einungis staðið stórum heimilum til boða. Gestgjafar þriggja farfuglaheimila hérlendis tóku því að sér að þróa og aðlaga viðmið fyrir smærri heimili fyrir Hostelling International í samvinnu við Farfugla á Íslandi. Innan gistikeðjunnar starfa yfir 4000 farfuglaheimili víða um heim og mörg smærri heimili hafa beðið spennt eftir niðurstöðu þróunarvinnu á gæðakerfinu. Ásamt Johnny fengu rekstraraðilar Farfuglaheimilanna á Akranesi og Bíldudal einnig vottun.

Tónlist fyrir alla

Grunnskólinn í Grundarfirði tók þátt í verkefninu Tónlist fyrir alla þetta skólaár. Yfirheiti dagskrárinnar var Tvær flautur og gítar sem í eru þrír tónlistamenn, Guðrún S. Birgisdóttir, flauta, Martial Nardeau, flauta og Pétur Jónasson, gítar. Kynntu þau fyrir okkur ýmiskonar hljóðfæri og flotta tónlist. Efnisdagskráin spannar helstu tímabil tónlistarsögunnar - frá barokktónlist og spænskri gítartónlist til íslenskrar nútímatónlistar og popptónlistar. Lögðu þau áherslu á að kynna hljóðfærin í öllum sínum fjölbreytileika s.s. pikkoló-, barokk- og þverflautur, klassískan- og rafmagnsgítar. Nemendur voru fræddir um tónlistina sem flutt var og náðu tónlistarmennirnir vel til þeirra með ýmsum leiðum, s.s. með áhugaverðum sögum um hljóðfærin, myndbandi á Youtube og mismunandi tegundum tónlistarinnar. Frábær skemmtun

Hið árlega páskaeggjabingo UMFG

Hið árlega páskaeggjabingo UMFG verður haldið fimmtudaginn 22. mars næstkomandi í sal  Fjölbrautaskóla Snæfellinga. BINGOIÐ hefst stundvíslega klukkan 17.00. Spjaldið er á 500 kr. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Gleðilega páska Stjórn UMFG  

Karlakaffi

Minnum á karlakaffið í dag klukkan 14:30 í húsi Verkalýðsfélagsins. 

Menningarráð Vesturlands auglýsir

 Menningarráð Vesturlands auglýsir stofn- og rekstrarstyrkir til menningarmála.( Styrkir sem Alþingi veitti áður) Tilgangur styrkjanna er að stuðla að því að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs.  Styrkveiting miðast við árið 2012. Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 30. mars. 2012 Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur ásamt umsóknarformi er að finna á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands www.menningarviti.is

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Á morgun, miðvikudaginn 14. mars klukkan 20:00, verður hin árlega lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar haldin hátíðleg í Ólafsvíkurkirkju. Þar munu dömurnar í 7. bekk, sem unnu keppnina hér í Grundarfirði, Álfheiður Inga, Kristbjörg Ásta og Svana Björk, keppa við nemendur frá Stykkishólmi og Snæfellsbæ. Það eru að sjálfsögðu allir velkomnir að koma og hlýða á þennan skemmtilega viðburð.