Góður árangur af sorpflokkun

Til íbúa Grundarfjarðar,   Um sjö  mánuðir eru nú liðnir frá því flokkun á sorpi hófst í Grundarfirði. Á þessum tíma hefur aðeins um helmingur þess sorps sem sótt er á heimili endað í urðun. En eins og íbúar Grundarfjarðar vita er það eingöngu það sem fer í gráu tunnuna sem er urðað.  

50 ára afmæli Grunnskóla Grundarfjarðar

Þann 6. janúar næstkomandi verður Grunnskóli Grundarfjarðar 50 ára. Af því tilefni verður opið hús í skólanum frá kl. 08:00-12:30. Grundfirðingum er boðið að koma og sjá nemendur í leik og starfi, að skoða myndir úr skólalífinu og þiggja léttar veitingar.   Starfsfólk Grunnskóla Grundarfjarðar vonast til að sem flestir sjái sér fært að sækja skólann heim þennan dag og gleðjast með þeim á þessum tímamótum.  

Fundur með grundfirskum nemum

Milli jóla og nýárs bauð bæjarstjórn Grundfirðingum sem stunda nám í háskólum eða framhaldsnám til starfsréttinda, til spjalls í Samkomuhúsinu. Fyrir ári síðan var sambærilegur fundur haldinn sem tókst afskaplega vel.  

Tiltekt eftir áramót

Eftir glæsilega flugeldasýningu Grundfirðinga um áramótin eru allir, sem nutu þess að skjóta upp flugeldum og tertum, beðnir að taka höndum saman og hreinsa upp leyfar skoteldanna og koma þeim á gámastöðina.  

Gamlárshlaup/göngu 2011 í Grundarfirði aflýst

Eins og veðurspáin hljómar núna (30. des.) þá má búast við erfiðum aðstæðum á götum bæjarins á Gamlársdag, slabbi og hálku. Þess vegan aflýsum við fyrirhuguðu Gamlárshlaupi/göngu 2011. Stefnum að góðu Gamlárshlaupi að ári!   Með kveðju! Skokkhópur Grundarfjarðar  

Snjómokstur

Undanfarið hefur snjóað meira í Grundarfirði en menn eiga að venjast síðustu ár. Eins og við er að búast eru skoðanir manna um moksturinn mjög skiptar. Sumum finnst illa mokað á meðan öðrum finnst mokað hóflega eða jafnvel of mikið. Í þessu er reynt að fara hinn gullna meðlaveg, en seint mun snjómokstur uppfylla ýtrustu kröfur allra.  

Gamlárshlaup/ganga 2011 í Grundarfirði

Það er tilvalið að kveðja gamla árið með hollri hreyfingu í góðum félagsskap og skora jafnvel á sjálfa(n) sig í leiðinni! Þess vegna er efnt til Gamlárshlaups 31. desember n.k. Farnar verða 3 vegalengdir, þ.e. 3 km, 5 km og 10 km (þó fyrirvari vegna veðurs og færðar).  Og athugið, að það má líka ganga! Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og farið á sínum hraða - þetta er hugsað fyrir alla aldurshópa. Mæting er kl. 11.15 við Safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju, en hlaupið/gangan byrjar kl. 11.30.

Íþróttadagur í íþróttahúsinu fyrir leikskólabörn

Í dag milli kl. 14.00 - 16.00 er íþróttadagur fyrir öll leikskólabörn í íþróttahúsinu og verður jafnframt boðið upp á íþróttanammi. 

Opnunartími bæjarskrifstofu yfir áramótin

Bæjarskrifstofan verður lokuð mánudaginn 2. janúar 2012 vegna tiltektar. Aðra virka daga verður opið eins og venjulega.

Sorphirða

Þriðjudaginn 3. janúar 2012 verður græna tunnan losuð og eru íbúar hvattir til að moka vel frá sorptunnum til að auðvelda starfsmönnum aðgengi að þeim.   Mikilvægt er að íbúar reyni að liðka fyrir sorphirðu eins og kostur er. Mjög mikið hefur snjóað og eru sumar sorptunnur bókstaflega á kafi í snjó. Ef ekki er unnt að komast að sorptunnu með þokkalegu móti er hætt við að ekki verði losað.