Styrkir Menningarráðs - umsóknarfrestur rennur út 10. desember.

Minnt er á að umsóknarfrestur vegna styrkja úr Menningarráði Vesturlands fyrir árið 2012 rennur út 10. desember nk. Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi. Hægt er að nálgast rafrænar umsóknir á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands. Ennfremur er minnt á að frestur fyrir lokauppgjör þeirra sem fengu styrk þetta árið er 15. desember nk. Lokaskýrslu er einnig hægt að nálgast á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands. Ef ekkert verður úr verkefnum síðasta árs gengur sá peningur inn í næstu úthlutun.

Nýjar bækur á bókasafninu.

Nýjar bækur Jólablöð – tímarit – handavinna Um jólin er opið alla virka daga kl. 15-18, nema föstudaga.   Kynnið ykkur nýju samþættu leitargáttina, Leitir.is.  

Bæjarstjórnarfundur

143. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 8. desember, kl. 16:30 í Samkomuhúsinu.   Fundir bæjarstjórnar eru opnir og er öllum velkomið að koma og fylgjast með því sem fram fer.  

Jólaföndur í leikskólanum

Sunnudaginn 11. desember nk. kl. 15.00 verður jólaföndur foreldrafélags leikskólans.Þennan sunnudag ætlum við að eiga góða stund saman við að mála piparkökur, sötra rjúkandi heitt súkkulaði og föndra. Verð er einungis 500 kr. á fjölskyldu og eru ömmur, afar og aðrir ættingjar velkomnir.   Hlökkum til að sjá sem flesta, Foreldrafélagið 

Gjöf til kirkjunnar

Rósa Guðmundsdóttir og Aðalsteinn Þorvaldsson, sóknarprestur   Síðastliðinn fimmtudag mætti Rósa Guðmundsdóttir og gaf fyrir hönd Guðmundar Runólfssonar hf. Grundarfjarðarkirkju 3 metra hátt sígrænt jólatré sem kirkjugestir munu njóta á jólum næstkomandi ára. 

Félagsmiðstöðin Eden

Helgi Rafn Benedikt Berg                                               Við í félagsmiðstöðinni Eden byrjuðum veturinn á því að fá nýja aðstöðu sem staðsett er í grunnskólanum. Rýmið sem við höfum nú er bæði stærra og aðgengilegra en það sem við vorum í áður. Með þessum breytingum hefur mæting unglinganna aukist til muna, auk þess sem rýmið býður uppá meiri möguleika hvað varðar dagskrá og fjölbreytileika. Við vorum svo heppin að Tilvera var tilbúin að styrkja okkur um grjónapúða og gátum við keypt fimm nýja púða sem hafa vakið mikla lukku og viljum við þakka þeim kærlega fyrir það.

Íþróttamaður Grundarfjarðar 2011

Þorsteinn Már Ragnarsson, íþróttamaður Grundarfjarðar 2011   Á aðventudegi Kvenfélagsins Gleym mér ei s.l. sunnudag var valinn íþróttamaður ársins 2011. Sá sem hlaut þá nafnbót þetta árið var Þorsteinn Már Ragnarsson fyrir glæsilegan árangur í knattspyrnu, en hann vann einnig titilinn í fyrra. Fyrir vikið fékk hann fallegt listaverk sem Dagbjört Lína gerði en henni eru færðar miklar þakkir fyrir, sem og Líkamsræktinni og Samkaupum fyrir stuðninginn við verðlaunin. 

Jólabingó í sal Fjölbrautaskólans.

Stórglæsilegt bingó sem eldri sveit Lúðrasveitarinnar heldur til styrktar ferðasjóð sveitarinnar.Athugið að bingóið verður fimmtudaginn 1. desember nk. og hefst kl 18 en ekki 19 eins og auglýst var í Jökli og Stykkishólmspósti. 

Kveikt á jólatrénu

  Kveikt verður á jólatrénu í Grundarfirði, við leikandi söng kirkjukórsins, klukkan 17.45 fyrsta í aðventu, þ.e. sunnudaginn 27. nóvember nk.  Jólasveinar mæta á svæðið og ætla að dansa í kringum jólatréð. Allir að mæta og eiga gleðilega stund.  

Aðalfundur golfklúbbsins Vestarr

Aðalfundur golfklúbbsins Vestarr verður haldinn 29. nóvember 2011 kl. 18.00 í Sögumiðstöðinni. Venjuleg aðalfundarstörf Sjá einnig inná: www.vestarr.net.