Öskudagsball

Öskudagsball  miðvikudaginn 22. febrúar :) Fyrir leikskóla og 1. - 6. bekk , fyrir 7. - 10. bekk sjá auglýsingu hér.  

Karlmenn

Karlmenn munið karlakaffið alla þriðjudaga í Verkalýðsfélagshúsinu Borgarbraut 2. Klukkan 14:30 til 16:00. 

Spilavist

Spilavist verður í Samkomuhúsinu miðvikudaginn 15. febrúar kl 20:00 Allir hjartanlega velkomnir. Stjórn Félags eldri borgara.  

Boccia leiðsögn og kennsla

Flemming Jensen verður með kennslu og leiðsögn í Boccia laugardaginn 25. febrúar í íþróttahúsi Grundarfjarðar, hefst það klukkan 10:00. Seinna sama dag verður dómaranámskeið í Boccia. Áhugasamir láti skrá sig fyrir 22. febrúar hjá Elsu í síma 897-7047 og 438-6644, hjá Sverri í síma 869-9784.  

Atli Ágúst Hermannsson vann í eldvarnargetraun LSS

   Í nóvember síðastliðnum var árlegt eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS). Af því tilefni voru allir þriðju bekkingar landsins heimsóttir og fræddir um eldvarnir. Allir krakkarnir tóku þátt í eldvarnargetraun sem síðan var dregið úr nú á dögunum og þeir heppnu verðlaunaðir á 112 deginum sem fór fram á laugardaginn. Í Grundarfirði var það hann Atli Ágúst Hermannsson sem var einn af þessum heppnu þriðju bekkingum og hlaut hann í verðlaun reykskynjara, viðurkenningaskjal og iPod tónlistarspilara. Á myndinni til hliðar má sjá Atla Ágúst með verðlaunin góðu ásamt þeim Gústav Alex Gústavsson reykkafara og Valgeiri Magnússyni slökkviliðsstjóra.    

Vel tekið á móti á móti nýjum Grundfirðingum

Nýburahátíð var haldin í safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju s.l.fimmtudag. Þar mættu 15 ungbörn sem fæddust árið 2011 ásamt foreldrum sínum , og hlutu sængurgjafir. Nýburahátíðin er samvinnuverkefni Grundarfjarðarbæjar, heilsugæslunnar, leikskólans, Rauða krossins og Grundarfjarðarkirkju.  

112 Dagurinn

Þann 11. febrúar verður 112 dagurinn haldinn með látum hér í Grundarfirði. Viðbragðsaðilar í Grundarfirði ætla að taka rúnt um bæinn klukkan 14:00 og svo verður opið hús á slökkvistöðinni frá klukkan 14:15 - 16:00.  

Hundahreinsun

Hundahreinsun verður í Áhaldahúsi Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, miðvikudaginn 8 febrúar klukkan 13:00 - 15:00. Verkstjóri sími: 438 6423  

Glæsileg kvikmyndahátíð framundan

Glæsileg kvikmyndahátið er framundan og nóg um að vera.   Extreme Chill tónleikar og rafstuð á föstudeginum og ball með Möggu Stínu og Hringjum á laugardeginum á Kaffi 59.   Teiknimyndir fyrir börnin og pakkfull dagskrá  alþjóðlegra stuttmynda í Samkomuhúsinu auk fyrirlesturs frá heiðursgesti hátíðarinnar Isabelle Razavet.

Söngskemmtun í Grundarfjarðarkirkju 8. febrúar

Grundfirsk - Pólsk skemmtun sjá nánar auglýsingu hér.