Vinnuskóli Grundarfjarðar verður starfræktur sumarið 2012 frá 4. júní fram til 26. júlí, alls átta vikur. Vinnuskólinn er fyrir unglinga fædda árin 1996, 1997 og 1998 og starfar í tveimur tímabilum. Hið fyrra stendur frá 4.-28. júní að báðum dögum meðtöldum og hið seinna 2.-26. júlí að báðum dögum meðtöldum.  Þátttakendum verður skipt niður á tímabil eftir að skráningu lýkur. Vinnutími: mánudaga til fimmtudaga kl. 8:30-12:00.

 

Vinnuskólinn er sambland af námi og starfi. Þeir sem taka þátt í allri dagskránni fá greidd laun fyrir fræðsludaga. Í lokin verður síðan vegleg grillveisla.

 

Klæðnaður skal hæfa veðri og eðli vinnunnar. Helstu verkefni verða fegrun umhverfisins og vinna tengd gróðri.

 

Umsóknarfrestur er til 25. maí. Umsóknareyðublöð liggja hjá skólaritara grunnskólans og á bæjarskrifstofunni.

 

Reglur um vinnuskólann eru á vef Grundarfjarðarbæjar. Unglingar, foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að kynna sér reglurnar.

 

Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður umsjónarmaður vinnuskólans í síma 690 6559.

 

Vinnuskóli Grundarfjarðar


 

Reglur um vinnuskólann

 

Skráning í vinnuskólann