Frá jólatónleikum 2011
Undanfarin ár hefur verið unnið frábært starf í Tónlistarskóla Grundarfjarðar. Lúðrasveitirnar hafa verið efldar með frábærum árangri og þá hefur verið boðið upp á tónlistaráfanga í Fjölbrautaskólanum í samstarfi við tónlistarskólana á Snæfellsnesi.

 

Bæjarstjórn hefur samþykkt að efla enn frekar tónlistarskólann og bjóða upp á forskóla fyrir nemendur í 1. og 2. bekk grunnskólans. Fyrir nokkrum árum var boðð upp á forskóla og þá kennt á blokkflautu. Nú verða fleiri hljóðfæri kynnt fyrir nemendum og lögð áhersla á að glæða áhuga nemenda á frekara tónlistarnámi.

Fyrirkomulagið verður þannig að námið verður valkvætt og fyrir utan hefðbundinn kennslutíma grunnskólans, strax eftir hádegi. Þrír nemendur verða saman í hóp og verða engin skólagjöld innheimt. Sömu kröfur verða gerðar til þeirra og annarra nemenda tónlistarskólans um ástundun og mætingu.