- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Dixielandband Grundarfjarðar heldur tónleika í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík, miðvikudaginn 10. mars nk. kl. 20.00. Á efnisskrá eru ýmis þekkt dixielandlög og danstónlist.
Í sveitinni eru 10 hljóðfæraleikarar, sem hafa æft og haldið tónleika reglulega í 6 ár. Stjórnandi sveitarinnar er Friðrik Vignir Stefánsson, tónlistarskólastjóri. Dixielandbandið hefur haldið tónleika víða á Snæfellsnesi, en þetta eru fyrstu tónleikar sveitarinnar í Reykjavík.
Í bandinu eru tíu fullorðnir hljóðfæraleikarar sem spila á eftirtalin hljóðfæri: Trompet, klarinett, saxófón, básúnu, túbu, bassagítar, píanó og trommur. Æft er einu sinni í viku að jafnaði og hefur bandið spilað að jafnaði 2-3 á ári hér í Grundarfirði, við t.d. jólatrésvígslu og á hátíðinni “Á góðri stund í Grundarfirði” sem haldin er síðustu helgi í júlí ár hvert.
Að auki hefur bandið haldið svokallað “Dixie-kvöld” á Veitingahúsinu Krákunni á hverju ári. Hljóðfæraleikararnir koma úr hinum ýmsu stéttum bæjarfélagsins, en hafa allir það sama áhugamál að spila dixie-tónlist.
Sem fyrr segir eru tónleikar Dixielandband í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Gerðubergi 3-5, miðvikudaginn 10. mars kl. 20.00. Miðar eru seldir við innganginn og er verð þeirra kr. 500.
fréttatilkynning