- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
KSÍ hefur ákveðið að úthluta 60 sparkvöllum til sveitarfélaga víðs vegar um landið eftir að hafa fengið tilboð í gervigras á vellina, en það verður hlutverk KSÍ að útvega og leggja fyrsta flokks gervigras á vellina sveitarfélögum að kostnaðarlausu.
Alls bárust umsóknir um 105 velli frá 59 sveitarfélögum. Með því að úthluta 60 völlum hefur KSÍ tekist að ná til nær allra stærri þéttbýliskjarna á landinu. Það er von KSÍ að hægt verði að úthluta fleiri völlum, en það veltur á samningi við framleiðanda og auknu fjármagni til átaksins.
Úthlutun KSÍ er sem hér greinir:
Sveitarfélag | Fjöldi valla |
Akranes | 1 |
Akureyri | 2 |
Bessastaðahreppur | 1 |
Blönduós | 1 |
Bolungarvík | 1 |
Borgarnes | 1 |
Búðardalur | 1 |
Dalvík | 1 |
Djúpivogur | 1 |
Egilsstaðir | 1 |
Eskifjörður | 1 |
Fáskrúðsfjörður | 1 |
Flúðir | 1 |
Garðabær | 1 |
Garður | 1 |
Grenivík | 1 |
Grindavík | 1 |
Grundarfjörður | 1 |
Hafnarfjörður | 3 |
Hella | 1 |
Hofsós | 1 |
Hornafjörður | 1 |
Hólmavík | 1 |
Húsavík | 1 |
Hvammstangi | 1 |
Hveragerði | 1 |
Hvolsvöllur | 1 |
Ísafjörður | 1 |
Kirkjubæjarklaustur | 1 |
Kópavogur | 3 |
Mosfellsbær | 1 |
Neskaupsstaður | 1 |
Ólafsfjörður | 1 |
Ólafsvík | 1 |
Patreksfjörður | 1 |
Reykjanesbær | 1 |
Reykjavík | 8 |
Selfoss | 1 |
Seltjarnarnes | 1 |
Seyðisfjörður | 1 |
Siglufjörður | 1 |
Skagaströnd | 1 |
Stykkishólmur | 1 |
Vestmannaeyjar | 1 |
Vík | 1 |
Vogar | 1 |
Vopnafjörður | 1 |
Þórshöfn |
1 |
Frétt af heimasíðu KSÍ, www.ksi.is