Á laugardaginn kemur, 15. maí, verður gámastöðin opin kl. 10-17. Þeir íbúar sem hafa ekki þegar hreinsað til á lóðum sínum eru hvattir til þess að nota tækifærið og koma garðaúrgangi og rusli á gámastöðina.
 
Grundarfjörður hefur haft orð á sér fyrir fallegt umhverfi og snyrtimennsku og þeirri ímynd viljum við halda. Umgengni er almennt góð í bænum en það er endalaust verkefni að halda honum hreinum og sameiginlegt átak allra þarf ef vel á að takast til. Notum því tækifærið og tökum til!