- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Alls bárust 83 tillögur frá 27 einstaklingum. Flestar tilnefningar fékk nafnið Miðgarður eða 7 samtals. Fjórar tilnefningar voru um nöfnin Nesbryggja og Eyrbryggja. Þrjár tillögur komu að nöfnunum Nýjabryggja og Litlabryggja.
Tillögur sem komu tvisvar sinnum fram voru; Kvíabryggja, Suðurbryggja, Soffabryggja, Naustabryggja, Bæjarbryggja og Grundarbryggja. Önnur nöfn fengu eina tilnefningu hvert og eru eftirtaldin:
Heimaey, Búðarklettur, Eldey, Eldhamar, Kirkjugarður, Heimaklettur, Bjargarbryggja, Miðbakki, Miðbryggja, Klúðrið, Ljótigarður, Bergmannsbryggja, Friðarhöfn, Vör, Ingólfsbryggja, Höfrungsbryggja, Pálsbryggja, Björgvinsbryggja, Sporðurinn, Bárabryggja, Eyrarbryggja, Blikabryggja, Hafsteinsbryggja, Haddabryggja, Grundarskjól, Parlevú, Doyouspeak, Sprechensie, Snakkerdup, Ratardu, Talerdu, Laugabryggja, Franskabryggjan, Gráborgarbryggja, Svartskálabryggja, Svarti skáli, Bólverk, Kaupfélagsbryggja, Framnesbryggja, Hafbjörg, Bakkabryggja, Stóri Stubbur Eyrarsveitarbryggja, Fransbryggja, Grafarnesbryggja, Grundarkambsbryggja, Grundarfjarðarbryggja, Kristjánsbryggja, Konungsbryggja, Kirkjufellsbryggja og Sjávarbryggja.
Hafnarstjórn færir öllum sem tóku þátt bestu þakkir fyrir framlag sitt. Hafnarstjórn sendir nú tillögur sínar til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.