Auglýsing um kjörfund í Grundarfjarðarbæ vegna kosninga til Alþingis 12. maí 2007

Sbr. ákvæði 2. málsliðar 68. gr. laga nr. 24/2000 m. s. br.   Alþingiskosningar verða laugardaginn 12. maí 2007 skv. ákvæðum laga nr. 24/2000 með síðari breytingum.   Kjörfundur í Grundarfjarðarbæ hefst kl. 10.00 og honum lýkur kl. 22.00 laugardaginn 12. maí 2007.   Kosið verður í einni kjördeild í Samkomuhúsi Grundarfjarðar.   Framvísa ber persónuskilríkjum á kjörstað ef kjörstjórn fer fram á það.   Kjörstjórn Grundarfjarðarbæjar.  

Auglýsing um kjörfund í Grundarfirði vegna kosninga til Alþingis 12. maí 2007

Sbr. ákvæði 2. málsliðar 68. gr. laga nr. 24/2000 m. s. br.   Alþingiskosningar verða laugardaginn 12. maí 2007 skv. ákvæðum laga nr. 24/2000 með síðari breytingum.   Kjörfundur í Grundarfirði hefst kl. 10.00 og honum lýkur kl. 22.00 laugardaginn 12. maí 2007.   Kosið verður í einni kjördeild í Samkomuhúsi Grundarfjarðar.   Framvísa ber persónuskilríkjum á kjörstað ef kjörstjórn fer fram á það.   Kjörstjórn Grundarfjarðar.  

Fyrsta skipið leggst að Miðgarði í Grundarfjarðarhöfn

  Fyrsta skipið sem lagðist að nýju bryggjunni í Grundarfjarðarhöfn var Haukabergið SH 20.  Haukabergið lagðist að bryggjunni á hátíðar- og baráttudegi verkalýðsins 1. maí sl.  Þetta var merkilegur áfangi í sögu hafnarinnar og afar gleðilegur.  Bryggjan er þó ekki fullbúin ennþá.  Ennþá vantar steypta þekju, lagnir og fleira smálegt áður en unnt verður að vígja hana formlega.  Áhöfn Haukabergsins og Grundarfjarðarhöfn er óskað til hamingju með áfangann.

Spurning vikunnar.

Rétt svar við spurningu vikunnar er "þögnin". 129 manns spreyttu sig á spurningunni og voru 94 eða 72,9% með rétt svar.

Auglýsing um kjörfund í Grundarfjarðarbæ

Sbr. ákvæði 2. málsliðar 68. gr. laga nr. 24/2000 m. s. br.   Alþingiskosningar verða laugardaginn 12. maí 2007 skv. ákvæðum laga nr. 24/2000 með síðari breytingum.   Kjörfundur í Grundarfjarðarbæ hefst kl. 10.00 og honum lýkur kl. 22.00 laugardaginn 12. maí 2007.  Ein kjördeild verður fyrir sveitarfélagið í Samkomuhúsi Grundarfjarðar.   Kjörstjórn Grundarfjarðarbæjar.  

Opnunartími Sundlaugarinnar

Opnunartími í sundlauginni er frá kl.  07:00 – 08:00 og frá kl. 16:00 – 21:00 alla virka daga.  Um helgar verður opið frá kl. 12:00 - 18:00. 

Hjólað í vinnuna

Fræðslu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ísland á Iði, stendur fyrir "Hjólað í vinnuna", heilbrigðri fyrirtækjakeppni um allt land dagana 2. - 22. maí.   Meginmarkmið "Hjólað í vinnuna" er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.   Sérstaklega eru vinnustaðir hvattir til þess að taka sig saman og skrá sig til keppni um verðlaun sem veitt eru í mörgum flokkum.    Nánari upplýsingar er að fá á vef ÍSÍ www.isi.is 

Fjölmenningardagur verður á laugardaginn 28. Apríl

Fjölmenningardagur verður á laugardaginn 28. Apríl nk. frá kl. 13-17 í félagsheimilinu Klifi Ólafsvík. Fulltrúar frá 16 þjóðum munu kynna mismunandi menningu og hefðir frá sínu landi. Allir velkomnir. Lista- og menningarnefnd Snæfellsbæjar.  

Fundur um þjóðlendumál í Borgarnesi 26. apríl

Búnaðarsamtök Vesturlands boða til opins fundar um þjóðlendumál, fimmtudaginn 26. apríl 2007 á Hótel Borgarnesi og hefst fundurinn kl. 13.00.  Dagskrá:1. Ólafur Björnsson hæstaréttarlögmaður fjallar um lög um þjóðlendur og framkvæmd þeirra.2. Gunnar Sæmundsson bóndi, fjallar um aðkomu Bændsamtaka Íslands að  þjóðlendumálinu.3. Guðný Sverrisdóttir formaður Samtaka Landeigenda kynnir sjónarmið samtakanna.4. Umræður.

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir félagsráðgjafa og tómstunda- og forvarnarfulltrúa

Félagsráðgjafi þarf að sinna fjölbreyttum verkefnum félagsþjónustunnar. Um er að ræða félagsráðgjafa eða einstakling með menntun á félags- eða uppeldissviði og helst með reynslu af störfum innan félagsþjónustu og barnaverndar.   Starf tómstunda- og forvarnarfulltrúa er samstarfsverkefni Félags- og skólaþjónustunnar og Fjölbrautarskóla Snæfellinga með möguleika á kennslu í hlutastarfi . Nánari upplýsingar varðandi kennsluna  gefur Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari í síma864-9729.