Öskudagsskemmtun

Foreldrafélag grunnskólans verður með öskudagsskemmtun í samkomuhúsinu þann 17. febrúar. Sjá nánar hér. 

HANDBOLTI.

Nú er komið að því að halda handboltanámskeið.  Ætlunin er að hafa námskeiðið um helgar þar sem íþróttahúsið er upp bókað alla vikukna.  Þjálfari er Bjarni Einarsson í Grundarfirði.  Tíminn mun kosta kr. 500,-  Verður krökkunum skipt niður sem hér segir:  

Björgunarklippur í Grundarfjörð

Skessuhorn 5. febrúar 2010: Slökkviliðsmönnum í Grundarfirði hefur lengi fundist skorta á búnað sinn, að því leyti að engar hafa þeir haft björgunarklippurnar, og því staðið verr að vígi við að losa fólk út úr bílum en slökkviliðin í nágrannabæjunum Snæfellsbæ og Stykkishólmi, sem bæði hafa yfir klippum að ráða. Slökkviliðið í Grundarfirði er nú líka búið að fá klippur. Valgeir Magnússon slökkviliðstjóri sótti þær suður til Reykjavíkur í byrjun síðustu viku og ekki var beðið boðanna að kalla saman fyrstu æfinguna þar sem klippunum var beitt, hún var haldin strax tveim dögum seinna.

Kátir Sólvellingar

Heimsókn á bæjarskrifstofuna   Kátir nemendur af leikskólanum Sólvöllum gengu um bæinn í dag og sungu fyrir Grundfirðinga. Tilefnið er Dagur leikskólans, sem er á morgun. Söngur Sólvellinga var kraftmikill og greinilegt að þarna eru framtíðarstjörnur á ferð.

Lumar þú á góðri fiskisúpuuppskrift?

Af vef vikublaðsins, 3. febrúar 2010   Það ætti ekki að fara framhjá neinum að á hverju ári breytist Grundarfjörður í lítið kvikmyndasýningarþorp þegar Northern Wave Film Festival leggur bæinn undir sig. Dögg Mósesdóttir ber veg og vanda að hátíðinni í  ár líkt og fyrri ár, en hún er upphafsmaður og drifkraftur hátíðarinnar. Búið var að auglýsa eftir vestlenskum stuttmyndum til keppni en því miður reynist ekki vera neinn kvikmyndaáhugamaður eða kona í bænum. Það kemur þó ekki að sök þó ekki séu sýndar vestlenskar myndir í ár því aldrei hefur borist inn eins mikill fjöldi af myndum og í ár og því er dagskráin orðin stútfull. En til að fá nú bæjarbúa til að taka virkan þátt í hátíðinni og kynnast sínum gestum verður í ár bryddað upp á keppni í fiskisúpugerð meðal íbúanna.     Nánar um hátíðina hér.

Viltu halda hátíð?

  Félag Atvinnulífsins í Grundarfirði leitar nú af áhugasömum aðila til að taka að sér að skipuleggja og stýra bæjarhátíð Grundfirðinga, Á Góðri Stund í Grundarfirði. Hátíðin í ár verður haldin dagana 23. – 25. júlí.   Áhugasamir hafi samband við Jónas V. Guðmundsson markaðsfulltrúa (s:430-8500/899-1930 – n:jonas@grundarfjordur.is) fyrir mánudag 8. febrúar n.k.

Dagur leikskólans

Menntamálaráðuneytið, Félag leikskólakennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli hafa sameinast um að tileinka leikskólanum ákveðinn dag ár hvert og  var 6. febrúar valinn þar sem frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín þann dag árið 1950. Markmið Dags leikskólans er: Að gera þegna þjóðfélagsins betur meðvitaða um þýðingu leikskóla fyrir börn. Að skapa jákvæða ímynd um leikskólakennslu og auka áhuga fólks á starfinu. Að beina athygli þjóðarinnar að stöðu leikskólans, gildi hans fyrir menningu og þjóðarauð. 

Pub Quiz nr 11 í kvöld

Handbolti handbolti handbolti   Handbolti er þemað í kvöld og hefst kráarviskan kl 21:00 á Kaffi 59. Verð er aðeins 500 kr. á mann og rennur allur ágóðinn óskiptur til Meistaraflokks Grundarfjarðar. Við hvetjum alla til að mæta því að þetta er rosalega gaman. Baldur Orri er spyrill kvöldsins og kemur til með að massa þetta.   Meistaraflokksráð. 

Fatasöfnun til styrktar hjálparstarfi á Haítí

Nokkrir nemendur FSN hafa, í samstarfi við Rauða kross deildirnar á Snæfellsnesi, hafið fatasöfnun fyrir bágstadda á Haítí.   Hér fylgir fréttatilkynning frá hópnum:   Sólardagar verða haldnir í Fjölbrautaskóla Snæfellinga þann 11. - 12. febrúar nk.  Þar verður brotið upp hefðbundið skólastarf með því að skipuleggja fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir nemendur en um leið höfum við ákveðið að láta gott af okkur leiða.

Kindurnar rugluðust illa - héldu að komin væru áramót!

Frétt á vef Skessuhorns 29. janúar 2010: Tvílemba á Naustum. Ljósm. ADM.Fimm kindur af sautján hjá Halli Pálssyni bónda á Naustum í Grundarfirði eru nú bornar í þessum mánuði en sú fyrsta bar 8. janúar. Tvær kindur að minnsta kosti eiga eftir að bera síðar í mánuðinum. Þekkt er að ein og ein kind taki upp á því að halda við hrút á óvenjulegum tíma, en undantekning að svo margar kindur beri á þessum árstíma. Hallur bóndi hefur reyndar ákveðna kenningu um ástæðuna: “Menn velta fyrir sér að sökum þess að Hólmarar skutu óvenjulega miklu upp af flugeldum á Dönskum dögum síðla í ágúst, þá hafi kindurnar einfaldlega ruglast í ríminu, haldið að það væru komin áramót og drifið sig til lags við hrútinn sem gekk hér úti í nágrenninu og er frá næsta bæ. Meðan önnur kenning kemur ekki fram, þá læt ég þessa standa,” sagði Hallur.    Nánar í Skessuhorni vikunnar.  Já , áhrif bæjahátíðanna koma fram með margvíslegum hætti.