Heimsókn á bæjarskrifstofuna
Kátir nemendur af leikskólanum Sólvöllum gengu um bæinn í dag og sungu fyrir Grundfirðinga. Tilefnið er Dagur leikskólans, sem er á morgun. Söngur Sólvellinga var kraftmikill og greinilegt að þarna eru framtíðarstjörnur á ferð.