Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun

Fjölbrautaskóla Snæfellinga hefst 22. febrúar, kennt á mán. og fim. kl. 17:30 til 19:40 Megináhersla lögð á að styrkja lestrar- og ritunarhæfni auka hæfni til starfs og áframhaldandi náms áhersla er lögð á að efla lesskilning, lestrarlöngun, úthald við lestur og stafsetningarfærni.Kennd mismunandi tækni, aðferðir og hjálpartæki, s.s. yfirlestrar og leiðréttingarforrit. Námið er metið til allt að 5 eininga í framhaldsskóla. Kennt er í litlum hópum (aðeins 8 komast að á námskeiðinu) Kennslustundir : 60. Verð : 10.000,00 kr.Kennari : Jakob Bragi Hannesson kennari FSN Skráning: í síma: 437-2390 eða í netfang skraning@simenntun.is  

Grundarfjörður í C riðli

Í gær var dregið í riðla í 3 deildinni í Íslandsmóti KSÍ. Grundarfjörður var í pottinum og lenti í C-riðli.   C-Riðill: Augnablik Grundarfjörður KB Léttir Skallagrímur Tindastóll Ýmir 

Fullbókað í gistingu í sumar

Skessuhorn 12. febrúar 2010: Á fundi stýrihóps um stefnumótun í ferðaþjónustu í Grundarfirði, sem haldinn var fyrir stuttu, kom fram að útlit er fyrir aukinn fjölda ferðamanna á komandi sumri. Upplýst var að nú þegar væri fullbókað á gististöðum í júlí og ágúst en á sama tíma í fyrra hafði aðeins verið bókað í 50-60% gistirýma fyrir þá mánuði. Kom fram á fundinum að átak þyrfti til að svara aukinni eftirspurn. Þá kom fram að stýrihópurinn hefur haft samband við veitingastaði á svæðinu og á þeim hefði verið vel tekið í hugmyndir um að efla framboð á hráefni úr Breiðafirði á matseðlana. 

112 dagurinn

  Í tilefni 112-dagsins hélt Slökkvilið Grundarfjarðar sýningu á nýjum björgunarklippum. Sýndu meðlimir sveitarinnar fagleg og fumlaus vinnubrögð, og greinilegt að þeir kunna til verka.

Sólardagar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Í tengslum við dagskrá Sólardaga verður Haiti söfnun á dagskrá, þar sem seldir verða notaðir munir og fatnaður.  Það er vel til fundið að nýta tækifærið og koma nauðstöddum á Haití til hjálpar.  Gestir og gangandi eru velkomnir að líta við í FSN á Sólardögum, fimmtudaginn 11. fegrúar og föstudaginn 12. febrúar. Dagskrá:

Vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010

Samkvæmt a-lið 1. mgr. 23. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 4/2010, skal við þjóðaratkvæðagreiðsluna taka á kjörskrá alla þá sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 1. mgr. 1. gr. kosningalaga.   Þetta þýðir að við þjóðaratkvæðagreiðsluna í næsta mánuði verða menn á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eru skráðir með lögheimili samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár laugardaginn 13. febrúar 2010.   Lögheimilisflutninga skal tilkynna til bæjarskrifstofunnar í Grundarfirði en einnig er hægt að tilkynna flutning til Þjóðskrár.   Grundarfjarðarbær

Sýning á nýjum björgunarklippum

Á morgun, fimmtudag, verður Slökkvilið Grundarfjarðar með sérstaka sýningu á nýjum björgunarklippum sveitarinnar. Klippurnar voru keyptar með dyggum stuðningi Rauðakrossdeildar Grundarfjarðar, Lionsklúbbur Grundarfjarðar og Kvenfélagsins Gleym mér ey ásamt því að meðlimir slökkviliðsins fækkuðu fötum á dagatali sem þeir seldu. Sýningin verður klukkan 15:00 á malarplaninu gegnt Sögumiðstöðinni. Að sýningu lokinni býður slökkviliðið velunnurum í kaffisopa á slökkviliðsstöðinni.

Veðráttulýsingar og vorverk

Frá Bókasafni Grundarfjarðar. Trjágróður á lóðamörkum, að láni hjá Garðabæ. Trjá- og runnaklippingar, kryddjurtir og undirbúningur vorverkanna. Les- og myndefni á Bókasafni Grundarfjarðar, nýjar áherslur og aðferðir í ræktun. Garðyrkjuhópur Kvenfélagsins fer að lifna við og eru allir velkomnir að vera með. Hafið samband við bókasafnið til að komast á póstlista. Veðráttulýsingar sr. Jens V. Hjaltalín. Útdráttur. Hér birtast aftur veðráttulýsingar sem birtust í Vikublaðinu Þey í Grundarfirði árin 1998-2001. Sr. Jens skrifaði oftast frá 1. vetrardegi til sumars hvert ár. Seinni árin vék hann frá þeirri reglu og til eru færslur sem ná frá réttum að hausti, fram að slætti.

Blakæfingar

Blakæfingar falla niður á morgun 11. febrúar 2010 frá klukkan 14.00 til 16.00 vegna íþróttadags hjá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. UMFG.

Bæjarstjórnarfundur

115. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 11. febrúar 2010, kl.16.15. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.