Nýburahátíð var haldin í safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju s.l. þriðjudag. Þar mættu galvaskir þeir 13 Grundfirðingar sem fæddust á árinu, ásamt foreldrum sínum, og hlutu sængurgjafir. Nýburahátíðin er samvinnuverkefni Grundarfjarðarbæjar, heilsugæslunnar, leikskólans, Rauða krossins og Grundarfjarðarkirkju. Að vanda varð þetta hin ánægjulegasta samverustund fyrir unga og aldna.
Efri röð frá vinstri: Alexandra Björg Andradóttir, Ásgeir Veigar Sólbergsson, Heikir Darri Hermannsson, Díana Lóa Óskarsdóttir, Fanney María Jónsdóttir, Friðjón Ingi Davíðsson og Kolbrún Emma Óskarsdóttir.
Neðri röð frá vinstri: Oliwia Wiszniewska, Reynir Már Jónsson, Agnes Ísabella Jónasdóttir, Sól Jónsdóttir, Katrín Ósk Aðalsteinsdóttir og Blíða Líf Víkingsdóttir.