- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Af vef vikublaðsins, 3. febrúar 2010
Það ætti ekki að fara framhjá neinum að á hverju ári breytist Grundarfjörður í lítið kvikmyndasýningarþorp þegar Northern Wave Film Festival leggur bæinn undir sig. Dögg Mósesdóttir ber veg og vanda að hátíðinni í ár líkt og fyrri ár, en hún er upphafsmaður og drifkraftur hátíðarinnar. Búið var að auglýsa eftir vestlenskum stuttmyndum til keppni en því miður reynist ekki vera neinn kvikmyndaáhugamaður eða kona í bænum. Það kemur þó ekki að sök þó ekki séu sýndar vestlenskar myndir í ár því aldrei hefur borist inn eins mikill fjöldi af myndum og í ár og því er dagskráin orðin stútfull. En til að fá nú bæjarbúa til að taka virkan þátt í hátíðinni og kynnast sínum gestum verður í ár bryddað upp á keppni í fiskisúpugerð meðal íbúanna.
Nánar um hátíðina hér.