- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Skessuhorn 24. mars 2010
Eftir að hafa spjallað við Sonju Karen Marinósdóttur tónmennta- og tónlistarkennara í Grundarfirði um söng- og gamanleik sem þar er í uppsiglingu og verður frumsýndur í Samkomuhúsinu 14.apríl n.k., er ljóst að mikil dægur- og rokksveifla hefur leist úr læðingi í Grundarfirði. Það er ekki nóg með að stór hluti nemenda skólanna þriggja; tónlistar-, grunn- og fjölbrautaskólans taka þátt í sýningunni, heldur einnig fjöldi kennara og ýmissa sjálfboðaliða sem stíga á stokk. Þá eru ótaldir þeir sem eru að safna saman leikmunum og sauma búninga fyrir sýninguna.
Sonja Karen kenndi við Tónlistarskóla Grundarfjarðar veturinn 2006-2007, fór þá í höfuðborgina en kom til baka aftur núna fyrir þetta skólaár. Tók þá að sér valáfanga í tónlist við grunnskólann í 9.-10. bekk ásamt tónmenntakennslu í 1.-4.bekk auk kennslu í Tónlistarskólanum.
Sonja segir ljóst að mikil gerjun hafi byrjað í tónlistinni í Grundarfirði með komu Þórðar Guðmundssonar skólastjóra árið 2005 og fleiri kennara sem komu til starfa í kjölfarið.