- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Miðvikudaginn 6. apríl, kl. 20 verður kynningarfundur í Samkomuhúsinu á vegum Orkustofnunar og Orkuseturs.
Íbúar á rafhituðum svæðum þurfa að greiða talsvert hærri húshitunarreikning en aðrir landsmenn þrátt fyrir að rafhitun sé að hluta til niðurgreidd af ríkinu. Markmiðið með fundinum er fyrst og fremst að kynna fyrir notendum leiðir til að lækka orkureikninginn.
Grundfirðingar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér leiðir til að lækka orkureikninginn.