Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin hátíðleg
|
Á myndinni eru verðlaunahafarnir þrír ásamt dómurum keppninnar, þeim Jóni Júlíussyni, Helgu Guðjónsdóttur og Jóni Hjartarsyni. |
s.l. miðvikudag í Ólafsvíkurkirkju. Þar voru 9 flottir upplesarar frá Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ úr 7. bekk, sem höfðu þá unnið upplestrarkeppnina í sinni heimabyggð. Lásu nemendur fyrirfram gefna texta sem þeir voru búnir að æfa sig í heima og í skólanum. Í fyrstu umferð voru lesnir kaflar úr bókinni Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, svo lásu nemendur upp ljóð eftir Gyrði Elíasson og í þriðju umferð var lesið ljóð að eigin vali sem þeir kynntu sjálfir. Mjög flott hjá þeim og mjög gaman að heyra hvaða ljóð nemendur völdu, afar fjölbreytt og skemmtilegt val. Á milli umferða voru tónlistaratriði frá Grunnskóla Snæfellsbæjar og voru það glæsilegir nemendur sem stigu þar á stokk. Einnig kynntu nokkrir kennarar í Snæfellsbæ fyrir gestum þau skáld sem urðu fyrir valinu þetta árið, þ.e. Gyrði og Kristínu Helgu. Á meðan beðið var eftir úrslitum var öllum boðið niður í safnaðarheimili krikjunnar þar sem veittar voru veitingar í boði MS í Búðardal og Brauðgerð Ólafsvíkur.
Úrslitin voru síðan kunngjörð af formanni dómnefndar, sem var fulltrúi Radda, Samtök um vandaðan upplestur og framsögn, en eins og hann sagði að þá var þetta afar erfitt val að þessu sinni og tók fram að allir þeir sem tóku þátt væru sigurvegarar! Niðurstaðan varð að Lena Hulda F. F. Örvarsdóttir úr Snæfellsbæ lenti í 1. sæti, Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir úr Grundarfirði varð í 2. sæti og Svana Björk Steinarsdóttir úr Grundarfirði í 3. sæti. Í verðlaun fengu vinningshafar gjafakort í Eymundsson en frá Félagi íslenskra bókaútgefenda fengu allir keppendur ljóðabók eftir Gyrði Elíasson. Hamingjuóskir til sigurvegaranna sem og allra keppenda með þökkum fyrir frábæra skemmtun !