- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Vegna ákvörðunar Landsbanka Íslands hf. um að loka útibúi bankans í Grundarfirði samþykkir bæjarráð samhljóða svohljóðandi ályktun:
„Lokun Landsbankans er alvarlegt áfall fyrir viðskiptavini hans og samfélagið allt. Ákvörðunin er ekki tekin vegna rekstrar útibúsins hér, heldur vegna hagræðingaraðgerða í heildarstarfsemi bankans. Lögmál útrásartímanna lifa enn góðu lífi í bankaheiminum og lítið virðist hafa breyst. Í banka í eigu ríkisins, banka sem þykist hafa markað sér stefnu um samfélagslega ábyrgð, er krafan um arðsemi enn öllu æðri og ekki hikað við að kippa burt einni af grunnstoðum samfélaga. Bæjarráð lýsir mikilli vanþóknun með þessa ákvörðun Landsbanka Íslands.“