Gjaldskrá slökkviliðs

Gjaldskrá fyrir Slökkvilið Grundarfjarðar hefur tekið gildi. Þetta er í fyrsta sinn sem formleg gjaldskrá er sett fyrir slökkviliðið.   Samkvæmt lögum um brunavarnir er slökkviliðum heimilt að innheimta fyrir tiltekna þjónustu og þá hefur einnig farið vaxandi að leitað er til slökkviliða til aðstoðar vegna verka sem heyra ekki undir þau lögum samkvæmt. Stundum hefur verið greitt fyrir þessi viðvik en skort hefur formlega gjaldskrá til að styðjast við.   Hér eftir mun verða innheimt fyrir tiltekna þjónustu og aðstoð slökkviliðsins samkvæmt meðfylgjandi gjaldskrá.   Gjaldskrá slökkviliðsins

Fréttir af sumarnámskeiðum

Þessa vikuna stendur yfir fjórða námskeiðið í sumar en alls verða þau átta talsins. Meðfylgjandi eru myndir frá starfinu en ýmislegt hefur verið brallað það sem af er sumri.   Á smíðavelli var tálgað og smíðað úr afgangstimbri og pappa það sem krökkunum datt í hug. Þar má nefna dúkkuhús, dúkkuskiptiborð, sverð, skjöldur, indjánatjöld, snaga, hálsfesti, göngustafi, töfrasprota, álfa, báta og skemmtiferðaskip.   Á ævintýranámskeiði var drullumallað, leirað og föndrað, farið út að leika í rokinu, farið í leiki, grillaðir sykurpúðar, blásnar risa sápukúlur og fleira.   Í listasmiðjum hafa fjölmörg listaverkin orðið til, til dæmis mósaík, litríkar kýr, Pop-Art myndir í anda Andy Warhol, mandölur, skrapmyndir, krítarmyndir og margt fleira.  

Hönnunarsamkeppni

Umhverfisfulltrúi Snæfellsness í samstarfi við Norska húsið–BSH­ efnir í fyrsta sinn til samkeppni fyrir íbúa Snæfellsness um hönnun á vistvænum, heimatilbúnum tauinnkaupapokum. Samkeppnin er unnin í tengslum við sýninguna  (v)ertu græn(n)!?  þar sem hugtakið sjálfbærni er í forgrunni. Markmið sýningarinnar er að safna saman grænum hlutum úr daglegu lífi, sýna þá og draga fram „græna“ eiginleika þeirra.  

Félags-og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir félagsráðgjafa

      Félagsráðgjafi   Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir félagsráðgjafa. Um er að ræða  100%  starf félagsráðgjafa í  félagsþjónustu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.   Íbúafjöldi þjónustusvæðisins  er um 4 þúsund.  Hjá FSS starfa forstöðumaður,  2 sálfræðingar,  þroskaþjálfi,  kennslu- og starfsráðgjafi, ráðgjafi félagsþjónustu, 2 talmeinafræðingar auk  starfsmanna heimaþjónustu, liðveislu og málaflokks  fatlaðs fólks.     

Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar- og Stykkishólmsbæjar

Sigurbjartur Loftsson byggingafræðingur hefur verið ráðinn til starfa sem skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar- og Stykkishólmsbæjar og hóf hann störf 1. júlí sl. Var hann ráðinn úr hópi 14 umsækjenda.   Sigurbjartur er húsasmíðameistari og byggingafræðingur frá Vitus Bering tækniskólanum í Horsens, Danmörku. Hann er jafnframt löggiltur mannvirkjahönnuður.   Síðastliðin sjö ár hefur Sigurbjartur starfað hjá Batteríinu sem byggingafræðingur og verkefnisstjóri hönnunar, útboða og framkvæmda.   Viðvera skipulags- og byggingarfulltrúans í Grundarfirði verður miðvikudaga og fimmtudaga á opnunartíma bæjarskrifstofu, milli kl. 10:00-14:00. Netfang: bygg@grundarfjordur.is  

Umsækjendur um starf skipulags- og byggingafulltrúa

Um starf skipulags- og byggingafulltrúa Grundarfjarðar- og Stykkishólmbæjar sóttu 14 manns.   Listi yfir umsækjendur:   Arnþór Tryggvason Eggert Guðmundsson Einar Magnús Einarsson Gunnar Jóhann Elísson Ívar Örn Þórðarson Jón Pétur Pétursson Karl Ómar Jónsson Magnús Þórðarson Ómar Örn Kristófersson Ragnar Már Ragnarsson Sigmar Árnason Sigurbjartur Loftsson Tryggvi Tryggvason Vignir Björnsson  

Friðarhlaupið

Eftir friðarhlaupið í gær var haldin notaleg friðarstund í Paimpolgarðinum. Þar var gróðursett friðartré, sungið og farið með friðarbæn. Að friðarstundinni lokinni bauð Kaffi Emil aðstandendum friðarhlaupsins í súpu. Þau héldu svo hlaupandi áfram til Ólafsvíkur.              

Friðarhlaup í dag

Minnum á friðarhlaupið kl. 11.15 og friðarstund í Paimpolgarðinum kl. 12.00 í dag.   Sjá nánar  

Skemmtiferðaskipið Ocean Princess

Mánudaginn 8. júlí nk. mun skemmtiferðaskipið Ocean Princess liggja við akkeri við Grundarfjarðarhöfn. Farþegar skipsins eru tæplega 700 talsins auk um 350 manna áhafnar. Það verða því um 1000 manns sem sækja okkur Grundfirðinga heim. Skipið kemur um kl. 7:00 og fer kl. 18:00.   Við höfum fengið til liðs við okkur fjórar ungar stúlkur sem ætla að spila og syngja á bryggjunni fyrir farþega skipsins um kl. 8:30. Auk þess verða víkingarnir á staðnum.  

Ræstingastarf

Grundarfjarðarbær óskar eftir að ráða sem fyrst starfsmann til að sinna ræstingu á einni af húseignum bæjarins. Um er að ræða 2 klst. á viku. Vinnutími er sveigjanlegur.   Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS).   Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500 eða á netfangi grundarfjordur@grundarfjordur.is   Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk.   Sækja um ræstingastarf