Háls- nef- og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson, háls- nef- og eyrnalæknir, verður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði  þriðjudaginn 28. maí nk. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma: 432-1350.  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir fjármálastjóra

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir fjármálastjóra í 50% stöðu til afleysingar frá 01.08.2013 - 01.02.2014. Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans. Fjármálastjóri annast allar fjárreiður skólans. Í því er meðal annars fólgið að færa bókhald, gera fjárhags- og rekstraráætlanir, afstemmingar og fleira. Menntunar og hæfniskröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg Reynsla af sambærilegum störfum æskileg Þekking af bókhaldi æskileg Skipulögð/lagður Góð tölvukunnátta Hæfni í mannlegum samskiptum. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2013. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist Jóni Eggerti Bragasyni skólameistara á netfangið joneggert@fsn.is Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði Umsóknarfrestur er til 30. maí 2013.

Kartöflugarðar

Boðið er upp á kartöflugarða á Kvíabryggju. Hafið samband við starfsfólk á Kvíabryggju. F.h. garðyrkjuvaktar kvenfélagsins, Sunna.      

Boðskort á útskrift Fjölbrautaskóla Snæfellinga 18. maí 2013

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldinn laugardaginn 18. maí í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl. 14.00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans. Allir velunnarar skólans eru velkomnir. Skólameistari.  

Íbúafundur að vori

Opinn upplýsinga- og samræðufundur þriðjduagskvöldið 14. maí, kl. 20 í Samkomuhúsinu.   Meðal efnis: Ný störf menningar- og markaðsfulltrúa og skipulags- og byggingarfulltrúa Málefni Sögumiðstöðvar og tillögur að nafni á nýrri menningarmiðstöð með þátttöku fundarmanna. Fjármál, reiðhöll, vinabæjarsamskipti, framkvæmdir sumarsins ... ... og fleira það sem fundarmenn vilja ræða   Vonumst til að sjá sem flesta. Kaffiveitingar í boði.   Bæjarstjórn 

Vorhreinsun í Grundarfirði

Helgina 11.-12. maí 2013 verður hreinsunarhelgi í Grundarfirði. Allir eru hvattir til hreinsunar á sinni lóð og nánasta umhverfi.   Þess er óskað að íbúar sópi gangstéttir fyrir framan húsið sitt og út á götu og týni upp rusl í kringum heimili sitt. Götusópur mun sópa götur bæjarins mánudaginn 13. maí.   Gámastöðin verður opin lengur laugardaginn 11. maí eða frá kl. 12:00-16:00. Gámur fyrir garðaúrgang er aðgengilegur allan sólarhringinn.   Tökum höndum saman og gerum bæinn okkar snyrtilegan fyrir sumarið.  

ADHD samtökin verða í Ólafsvík - Snæfellsbæ mánudaginn 13. maí 2013

Kynningarfundur fyrir fagfólk, stuðningsfulltrúa og aðra Spjallfundur fyrir foreldra   Kynningarfundur fyrir fagfólk, stuðningsfulltrúa og aðra Kynningrafundur ADHD samtakanna verður haldinn á Ólafsvík mánudaginn 13. maí kl. 14:30 í Grunnskóla Snæfellsbæjar í samvinnu við Velferðarráðuneytið. Fundurinn er ætlaður starfsfólki leik-, grunn- og framhaldsskóla, sérfræðingum í skóla- og félagsþjónustu og öllum þeim sem starfa með börnum, ungmennum eða fullorðnum með ADHD.  

Frá Tónlistarskóla Grundarfjarðar.

Skólaslit og vortónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar verða í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga sunnudaginn 12.maí kl.17.   Vonumst til að sjá sem flesta  

Tónlistarskóli Grundarfjarðar

Innritun fyrir skólaárið 2013-2014 fer fram dagana 02. - 17.maí 2013.   Nemendur Tónlistarskólans og Grunnskólans hafa nú þegar fengið afhent umsóknareyðublöð en einnig má nálgast eyðublöðin í Tónlistarskólanum og hjá ritara Grunnskólans. Vinsamlegast skilið umsóknum til bekkjakennara í Grunnskóla eða í Tónlistarskólann fyrir 17.maí n.k.   Vakin er athygli á því að nemendur sem eru að klára 2.bekk grunnskólans nú í vor eiga kost á því að hefja hljóðfæranám næsta haust.   Nánari upplýsingar eru veittar í Tónlistarskólanum í síma: 430-8560. Þórður Guðmundsson skólastjóri.    

Sundlaugin verður lokuð á mánudag

Sundlaugin verður lokuð mánudaginn 13. maí vegna þrifa á kyndingu.   Forstöðumaður Íþróttamannvirkja.