Hverfastjórar Á góðri stund 2013

Hverfastjórar hátíðarinnar Á góðri stund 2013 eru beðnir um að gefa sig fram við framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Höddu í síma: 860-0736. 

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennara

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennara. Námsgreinar   Stöðuhlutfall Raungreinar    100%   Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans. Skólinn er framhaldsskóli með áfangasniði þar sem í boði eru stúdentsbrautir, almenn námsbraut og starfsbraut. Skólinn er með framhaldsskóladeild á Patreksfirði. Helstu áherslupunktar í kennsluháttum skólans eru  nýting upplýsingatækni í skólastarfi, fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarmat.  

Skyndihjálparnámskeið í Grundarfirði

Rauði krossinn í Grundarfirði heldur 4 klst. skyndihjálparnámskeið miðvikudaginn 12. júní klukkan 18.00.Kennt verður í húsnæði Grunnskólans í Grundarfirði.Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.Stutt og gott námskeið fyrir alla.Verð 3.500Leiðbeinendi á námskeiðinu verður Þórarinn Steingrímsson  

Menningar- og markaðsfulltrúi

Alda Hlín Karlsdóttir hefur hefið störf sem menningar- og markaðsfulltrúi hjá Grundarfjarðarbæ.   Helstu verkefni Öldu verða: Umsjón með menningar- og listviðburðum Kynningar- og markasðmál bæjarins Vinabæjarsamskipti o.fl.   Alda er með viðskiptamenntun og hefur fjölbreytta reynslu úr ferðaþjónustu. Alda er boðin velkomin til starfa.

Íbúð til leigu

Íbúðalánasjóður hefur auglýst íbúð á Ölkelduvegi 9 til leigu.   Eignir eru auglýstar á  http://fasteignir.visir.is/  og http://mbl.is/leiga/ og þar er hægt að sækja um með því að senda inn umsókn á leiga@ils.is og þar á eingöngu að setja nafn eignar í subject, nafn umsækjanda, kt. og símanúmer í mailið. Eftir 6. júní er svo unnið úr umsóknum og öllum umsóknum er svarað.   Á meðan eignir eru auglýstar er ekki hægt að skoða þær nema á þeim myndum sem eru í auglýsingunni á netinu en að sjálfsögðu fær fólk að skoða eignina ef það er dregið út og hafa þá kost á að afþakka eignina ef hún hentar ekki.   Ath. sækja þarf um í síðasta lagi 6. júní.   Hér má sjá úthlutunarreglur sjóðsins : http://www.ils.is/einstaklingar/ibudir-til-leigu/uthlutunarreglur-leiguibuda/ 

Íbúakönnun 2013

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir íbúakönnun á Vesturlandi, líkt og þeir hafa gert á þriggja ára fresti frá árinu 2004. Í þessari könnun hafa íbúar verið spurðir um ýmis álitamál sem tengjast þjónustu og aðstæðum þar sem þeir búa. Niðurstöður og upplýsingar könnunarinnar hafa reynst mikilvægar varðandi hvað betur mætti fara varðandi þjónustu við íbúa. Íbúar eru hvattir til að taka þátt í könnuninni.

Sumarnámskeið fyrir börn fædd 2002-2007

Nú er byrjað að taka við skráningum á sumarnámskeið fyrir börn fædd 2002 - 2007. Í boði eru fjölbreytt námskeið og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Ólöf Rut Halldórsdóttir og Herdís Lína Halldórsdóttir munu sjá um námskeiðin. Skráningareyðublöð er hægt að nálgast á bæjarskrifstofunni og einnig hér á vef Grundarfjarðarbæjar undir "gott að vita". Nauðsynlegt er að skráningum sé skilað á bæjarskrifstofuna fyrir upphafsdag hvers námskeiðs. Hér má nálgast Lista yfir námskeiðin og skráningareyðublöð.

Aðalfundir Eyrbyggju-Sögumiðstöðvar og Blöðruskalla

Aðalfundir sjálfseignarstofnunar um Eyrbyggju – Sögumiðstöð og Blöðruskalla, sögufélags verða haldnir miðvikudaginn 12. júní 2013 kl. 20.00 í Sögumiðstöðinni, Grundargötu 35.  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftirfarandi stöður:

Stuðningsfulltrúi við starfsbraut FSN í Grundarfirði 100% staða. Stuðningsfulltrúi við starfsbraut FSN í Grundarfirði  50% staða.     Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi SFR og ríkisins. Stuðningsfulltrúi við starfsbraut FSN í Grundarfirði vinnur undir stjórn deildarstjóra. Ráðið er í stöðuna frá 15. ágúst 2013 til 15. maí 2014. Leitað er að einstaklingum sem hafa góða skipulagshæfileika, eru liprir í samskiptum og geta unnið sjálfstætt. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist Jóni Eggerti Bragasyni skólameistara á netfangið joneggert@fsn.is. Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði. Umsóknarfrestur er til 13. júní 2013. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir skólameistari á netfanginu joneggert@fsn.is eða í síma  4308400/8917384. Á vef skólans www.fsn.is má einnig finna ýmsar upplýsingar um skólann. Skólameistari  

Fjölmennur og málefnalegur íbúafundur

Grundfirðingar mættu vel á íbúafund sem haldinn var þriðjudagskvöldið 14. maí, en um 50 manns sátu fundinn.  Þar voru kynnt helstu mál og urðu síðan umræður í kjölfarið.  Á þessu kjörtímabili hefur bæjarstjórn haldið íbúafundi vor og haust og var fundurinn sá fjölmennasti til þessa.