Forvarnardagurinn

Á síðasta fundi menningar- og tómstundanefndar var ákveðið að halda forvarnardag og er markmiðið að gera forvarnardaginn að árlegum viðburði. Þann 9. september næstkomandi ætlum við að halda daginn í fyrsta sinn.   Lögreglan fræðir nemendur í leik- og grunnskóla um umferðaröryggi Vís gefur nemendum endurskinsmerki  Emil Einarsson, sálfræðingur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, ræðir við nemendur Fjölbrautaskóla Snæfellinga um einkenni kvíða og depurðar Emil Einarsson flytur fræðsluerindi um kvíða. Erindið hefst kl 20.00 í Bæringsstofu. Það er Kvenfélagið Gleym mér ei sem býður bæjarbúum upp á erindið Við vonum að sem flestir bæjarbúar njóti þeirrar fræðslu sem í boði verður á þessum fyrsta forvarnardegi okkar.    

Nýr útivistartími barna og unglinga

1. september síðastliðinn tók gildi nýr útivistartími fyrir börn og unglinga eftir lengri útivistartíma í sumar.   Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20:00 nema í fylgd með fullorðnum.   Börn, 13 til 16 ára, skulu að sama skapi ekki vera á almannafæri eftir kl. 22:00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.   Aldurstakmörkin miðast við fæðingarár.   Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn  sýni samstöðu og  gæti þess að börn þeirra virði útivistartímann.  

Rauði kross Íslands Grundarfjarðardeild

Vinna við verkefnið „Föt sem framlag“ ungbarnapakkana 0 – 12 mánaða, til Hvíta- Rússlands heldur áfram fimmtudaginn 05.09.2013. kl 13:00, í salnum við bókasafnið á Borgarbraut.   Allir velkomnir að kíkja til okkar eða leggja hönd á plóg við þetta verkefni.      Okkur vantar sérstaklega efni í teppi, (gamla náttsloppa, stórar fleece peysur) eða annað sem breyta má, falleg sængurver og handklæði. Einnig eru vel þeginn öll föt á ungbörn, samfellur, peysur, húfur, buxur, þykka sokka.   Munið eftir verkefni Rauðakrossins „Föt sem framlag“  þegar hafist verður handa við vorhreingerningarnar, koma má með efnin/fötin á fimmtudaginn eða á Markaðinn til Steinunnar sem mun veita þeim viðtöku.    

Aðalfundur

Aðalfundur Dvalarheimilisins Fellaskjóls vegna ársins 2012 verður haldinn að Fellaskjóli 10. september nk. og hefst kl.20.30. í kaffistofu heimilisins.   Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf. Aðildarfélög eru hvött til að senda fulltrúa á fundinn, allir velkomnir.   Grundarfirði 2.sept. 2013 Stjórnin.    

Fjölbrautaskóli Snæfellinga boðar til foreldrafundar

Foreldrafundur verður haldinn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga þriðjudaginn 3. september kl. 20:00 – 21:30. Fundurinn er haldinn í húsnæði Fjölbrautaskólans og verður sendur í fjarfundi til framhaldssdeildar á Patreksfirði.  

Við minnum á ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2013

Grundarfjarðarbær efnir á ný til ljósmyndasamkeppni árið 2013. Þetta er í fjórða sinn sem bærinn blæs til ljósmyndasamkeppni og hefur þótt takast vel til. Á þennan hátt hefur bærinn fengið nýjar myndir til birtingar og þátttakendur sínar myndir birtar. 

Niðurskurður til löggæslu- og heilbrigðismála gagnrýndur

Að frumkvæði fulltrúa Grundarfjarðarbæjar í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi samþykkti stjórnin svohljóðandi bókun um heilbrigðismál á síðasta fundi sínum: "Stjórn SSV gagnrýnir viðvarandi niðurskurð á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og skorar á nýja ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra að standa vörð um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni , með sérstaka áherslu á heilsugæsluna."

Verð á skólamat lækkar

Verð á skólamat lækkar um mánaðamótin úr 410 kr. í 324 kr. Lækkunin nemur 21%. Verð á skólamat í Grundarfirði er nú eitt það lægsta á landinu.   Jafnhliða verðlækkun mun fyrirkomulag á innheimtu skólamálsverða breytast. Nú verður einungis hægt að skrá nemendur í fullt fæði og innheimt fast mánaðargjald mánuðina september - maí, 4.900 kr.  

Tónleikar Arnar Inga voru vel sóttir í Sögumiðstöðinni

    Það var góð stemming í Sögumiðstöðinni í gær þegar tónleikagestir nutu magnaðra jazztóna quartets Arnar Inga Unnsteinssonar.  

Aðstoð í eldhúsi

Leikskólinn Sólvellir auglýsir eftir starfskrafti til að sinna aðstoð í eldhúsi. Vinnutími er kl. 8:00 - 14:00.   Nánari upplýsingar veitir Matthildur S. Guðmundsdóttir í síma: 438-6645 eða á netfangi matthildur@gfb.is   Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala - og Snæfellsness (SDS).   Umsóknarfrestur er til 29. ágúst nk.   Sækja um starf í eldhúsi