Ræstingastarf

Grundarfjarðarbær óskar eftir að ráða sem fyrst starfsmann til að sinna ræstingu á einni af húseignum bæjarins. Um er að ræða 26 klst. á mánuði og tímabundna ráðningu til haustsins. Vinnutími er sveigjanlegur.   Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500 eða á netfangi grundarfjordur@grundarfjordur.is   Umsóknarfrestur er til 8. apríl nk.   Sækja um ræstingastarf.  

Nýr opnunartími gámastöðvar

Frá mánaðamótum breytist opnunartími gámastöðvarinnar. Framvegis verður opið á mánudögum og fimmtudögum kl. 16:30 -18:00 og á laugardögum kl. 12:00-14:00.      

Sendiherra Bandaríkjanna í heimsókn

Nýlega kom í heimsókn til Grundarfjarðar, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hr. Luis E. Arreaga á samt eiginkonu sinni Mary.   Sendiherrahjónin skoðuðu fiskvinnslur G.Run og Soffaníasar Cecilssonar ásamt því að kynna sér starfsemi Fjölbrautaskóla Snæfellinga.   Sendiherrann er virkur bloggari og hefur sagt frá upplifun sinni frá heimsókninni á bloggsíðu sinni.    

Augnlæknir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni, fimmtudaginn  11. apríl n.k. Tekið er á móti  tímapöntunum á  Heilsugæslustöð Grundarfjarðar í síma: 432-1350.    

Endurauglýst deiliskipulag

1. Deiliskipulag frístundabyggðar að Hálsi, nýtt deiliskipulag íbúðar-         og frístundahúsa, auglýst skv. 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga.   2 .Deiliskipulag sjö lóða fyrir frístundahús að Hjarðarbóli, nýtt          deiliskipulag,  auglýst skv. 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga.   3. Deiliskipulagstillaga fyrir Berserkseyri

Bæjarstjórnarfundur

158. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 21. mars 2013, kl. 16:30.   Dagskrá fundarins:  

Bókasafn Grundarfjarðar

Bókasafnið verður lokað mánudaginn 18 mars og þriðjudaginn 19. mars vegna námskeiðs. Hægt er að leita eftir upplýsingaþjónustu með tölvupósti í bokasafn (hjá) grundarfjordur.is.      

Karlakaffi

Við viljum minna á karlakaffið í dag klukkan 14.  í húsi Verkalýðsfélagsins Borgarbraut 2.   Allir karlar velkomnir.   

Breski sendiherrann í heimsókn

Breski sendiherrann á Íslandi, Stuart Gill, kom í heimsókn til Grundarfjarðar í dag og kynnti sér starfsemi tveggja fyrirtækja, þ.e. Soffaníasar Cecilssonar og FISK; auk þess sem hann skoðaði Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Að þessu loknu fór hann í hvalaskoðun með Láka Tours.   Sendiherrann vildi kynna sér Grundarfjörð en fjöldi breskra ferðamanna hefur komið hingað í skipulögðum ferðum í vetur í hvalaskoðun. Þá hafði hann sérstakan áhuga á að sjá starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja.   Það er okkur Grundfirðingum mikill heiður að fyrirsvarsmenn erlendra ríkja á Íslandi hafi sérstakan áhuga á að kynna sér atvinnulíf og mannlíf í Grundarfirði.  

Bókasafnið lokað vegna veðurs

Miðvikudaginn 6. mars. Verð við tölvuna heima og svara bæði tölvupósti (bokasafn @ grundarfjordur.is) og í síma 438 6797 eða gsm 895 5582.  Kíkið á Facebook. Sunna.