Bærinn skartar sínu fegursta

    Bæjarbúar vinna hörðum höndum að því að koma bænum í hátíðarbúning.

Opnunartími sundlaugarinnar um helgina

Föstudagur: 07:00 - 20:00   Laugardagur: 10:00 - -19:00   Sunnudagur: 10:00 - -19:00   Athugið að ekki er hleypt ofaní laugina hálftíma fyrir lokun. Börn undir 10 ára þurfa að vera í fylgd með 15 ára eða eldri, ekki er leyfilegt að vera með fleiri en 2 börn nema að þau séu í fylgd með foreldri eða forráðamanni. Æskilegt er að fólk sé farið út úr húsi við lokun.  

Lengri opnunartími gámastöðvar

Opnunartími gámastöðvar verður lengdur á morgun, fimmtudag. Opið verður frá kl. 15:00 - 18:00 þannig að góður tími er til að losa sig við rusl fyrir hátíðarhelgina.

Hlutastörf í íþróttahúsi

Grundarfjarðarbær auglýsir eftir starfskrafti í tvö hlutastörf, annars vegar baðvörð í kvennaklefa og hins vegar baðvörð í karlaklefa Íþróttahúss Grundarfjarðar.    Baðverðir hafa umsjón með baðvörslu í kvenna- og karlaklefum íþróttahúss ásamt þrifum.   Vinnutími er frá kl. 16:00 mánudaga til fimmtudaga, frá 2½ til 4 klst. á dag. Starfshlutfall er um 35%.   Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Jósepsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í síma 430 8564 eða á netfangi steini@grundarfjordur.is   Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS).   Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 2013. Ráðið er í störfin frá 2. september 2013. Umsóknareyðublöð er að finna á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is   Sækja um starf í íþróttahúsi 

Góð þátttaka í golfnámskeiði barna í Grundarfirði

                                    Í morgun hófst golfnámskeið fyrir börnsex ára og eldri á vegum Golfklúbbsins Vestarr í Grundarfirði. Afar góð þátttaka er á námskeiðinu en alls taka þátt um 30 krakkar á öllum aldri. Það er Margeir Ingi Rúnarsson sem hefur umsjón með því en kennt er í tvo tíma í senn. Farið er yfir öll helstu grunnatriði golfíþróttarinnar á námskeiðinu, allt frá reglum og siðum til golfsveiflunnar sjálfrar, auk þess sem upphafshögg, vipp og pútt eru æfð. Námskeiðinu lýkur síðan á fimmtudaginn þar sem efnt verður til veislu fyrir þátttakendur. 

Smiðjur fyrir bæjarhátíðina

Við viljum minna á fjölbreyttar smiðjur fyrir börnin, sem eru í gangi núna fyrir bæjarhátíðina. Endilega að skrá börnin ykkar og gesti þeirra. Smiðjurnar eru í umsjón Ólafar Rutar Halldórsdóttur og Herdísar Línu Halldórsdóttur. Smiðjur: Fjölbreyttar smiðjur vikuna fyrir bæjarhátíðina okkar. Tónlistarsmiðja: Búum okkur til hljóðfæri, spilum og syngjum saman. Hátíðarsmiðja: Undirbúum okkur fyrir skrúðgöngur á Góðri stund. Búum til grímur, skraut og hristur. Einnig danssmiðja og leikjasmiðja.   http://grundarfjordur.is/Files/Skra_0061622.pdf

Ungmennaskipti í Frakklandi

Hefur þú áhuga á að ferðast, kynnast nýju fólki og upplifa öðruvísi menningu? Hvernig væri að skella sér til Frakklands og upplifa menningu Saint Julien en Beauchêne og taka þátt í skemmtilegu verkefni? SEEDS mun senda 5 Íslendinga á aldrinum 18-25 ára til þátttöku í ungmennaskiptunum „Melting Potes: An Artistic Adventure About Cultural Diversity“ sem mun fara fram í bænum Saint Julien en Beauchêne í Hautes-Alpes, Frakklandi. Athugið að a.m.k. einn meðlimur íslenska hópsins má vera á aldrinum 25-30 ára. Hefur þú áhuga á að taka þátt? Hvenær: 5. – 26. ágúst 2013 Umsóknarfrestur: Til miðnættis mánudaginn 22. júlí 2013    

Skemmtiferðaskip miðvikudag 17. júlí

Á morgun mun norska skemmtiferðaskipið Ms. Fram liggja við akkeri við Grundarfjarðarhöfn. Skipið kemur kl. 14.00 og fer kl 20.00  

Bókasafn Grundarfjarðar

Sumartími 15. - 25. júlí 2013 er  mánudaga - fimmtudaga kl. 15:00-18:00.  Lokað vikuna 29. júlí-1. ágúst.           Sérleit í Gegni að efni á Bókasafni Grundarfjarðar 

Færðu Klakki vatnsdælu að gjöf

Starfsmannafélag Slökkviliðs Grundarfjarðar færði Björgunarsveitinni Klakki í Grundarfirði veglega gjöf á dögunum. Starfsmannafélagið færði sveitinni vatnsdælu til notkunar fyrir bátasveit Klakks. Dælan getur nýst vel ef upp koma neyðartilvik þegar þarf að dæla upp úr bátum úti á sjó. Dælan afkastar 500 lítrum á mínútu og er létt og meðfærileg. Það var Ketilbjörn Benediktsson formaður Klakks sem tók við dælunni frá þeim Valgeiri Magnússyni slökkviliðsstjóra, Garðari Svanssyni aðstoðarslökkviliðsstjóra og Óskari Sigurðssyni varðstjóra sem einnig er liðsmaður í björgunarsveitinni.