Nýjum Grundfirðingum fagnað

    Á árinu 2012 fæddust 15 börn í Grundarfirði og var því fagnað s.l.   fimmtudag í safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju. Foreldrar,   ásamt börnum sínum, mættu þangað og tóku við sængurgjöfum og   áttu góða stund saman ásamt fulltrúum frá þeim stofnunum sem   standa að þessu verkefni.Nýburahátíðin er samvinnuverkefni   Grundarfjarðarbæjar, heilsugæslunnar, leikskólans, Rauða krossins   og Grundarfjarðarkirkju.   Á myndinni má sjá foreldra og börn þeirra sem komu á   samkomuna.    

Hundahreinsun

Dýralæknirinn verður í áhaldahúsinu miðvikudaginn 16. janúar næstkomandi kl. 13:00-16:00. Öllum hundeigendum er skylt að mæta með hunda sína.  

Síldardauði í Kolgrafafirði

Mikill umhverfisskaði er í uppsiglingu vegna 25-30 þúsund tonna rotnandi síldar í Kolgrafafirði. Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur þungar áhyggjur af stöðunni og hversu langan tíma það hefur tekið að setja fram aðgerðaráætlun til lausnar.   Bæjarstjórn bókaði á fundi sínum þann 10. janúar:    

Staða heilsugæslu í Grundarfirði

Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur mótmælt harðlega boðuðum niðurskurði í læknisþjónustu í Grundarfirði, en bæjarstjórn hefur fylgst náið með málefnum heilsugæslunnar. Á fund bæjarstjórnar fimmtudaginn 10. janúar mættu forsvarsmenn undirskriftarsöfnunar þar sem mótmælt er fyrirhuguðum niðurskurði læknisþjónustu. Afhentu fulltrúar þeirra, þær Eva Jódís Pétursdóttir og Hugrún Birgisdóttir, yfirlýsingu hópsins ásamt undirskriftarlista 350 íbúa Grundarfjarðar.   Bókun bæjarstjórnar:  

Flokkun sorps

Í Grundarfirði er sorp flokkað í þrjár tunnur í þeim tilgangi að minnka sorp sem fer í kostnaðarsama urðun. Almennt hefur flokkun gengið vel og fer að jafnaði un 20% af sorpi til endurvinnslu, 25% er lífrænn úrgangur til moltugerðar og um 55% fer til urðunar.   Þessi árangur er ágætur en mikilvægt er að gera enn betur. Áríðandi er að sem flestir taki þátt í flokkun því mikill og vaxandi kostnaður er af urðun sorps.   Til upprifjunar er bent á að gráa tunnan er ætluð fyrir óendurvinnanlegan úrgang. Græna tunnan er fyrir endurvinnanleg efni, s.s. pappír, plast, minni málmhluti og fernur. Brúna tunnan er eingöngu undir lífrænan úrgang sem settur er í lífræna maíspoka. Lífræni úrgangurinn er nýttur til jarðgerðar. Afurðin er molta sem má nota sem áburð fyrir skógrækt eða garða. Minnt er á að eingöngu má nota lífræna maíspoka í brúnu tunnuna því plastpokar gera moltuna ónothæfa í garða.   Á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar eru ýtarlegar uppplýsingar um flokkun sorps, einnig á ensku og pólsku. Íbúar eru hvattir til að kynna sér hvernig á flokka sorpið.   Upplýsingar um sorphirðu   Björn Steinar Pálmasonbæjarstjóri

Nýtt ár

Nýtt ár hefur hafið göngu sína með nýjum áskorunum. Á sviði sveitarstjórnarmála í Grundarfirði eru nokkur mikilvæg verkefni framundan. Þar má helst nefna að undnafarin misseri hafa staðið yfir viðræður við Orkuveitu Reykjavíkur um samning um hitaveituvæðingu Grundarfjarðar sem gerður var við OR 2005. Eins og kunnugt er hefur OR hætt frekari leit að vatni en mikilvægt er að fá úr því skorið hvort leita eigi frekar að heitu vatni eða leita annarra leiða til húshitunar.  

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsfólki í hlutastörf í Grundarfjarðarbæ.

Viðfangsefni: ·       Félagslega heimaþjónusta ·       Liðveisla fatlaðs fólks   Umsóknir er tilgreini menntun, fyrri störf ásamt sakavottorði umsækjanda berist til skrifstofu FSS, Klettsbúð 4, 360  Snæfellsbæ eða á netfangið:  helga@fssf.is.   Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar   Forstöðumaður     

Bæjarstjórnarfundur

156. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í samkomuhúsinu fimmtudaginn 10. janúar 2013, kl. 16:30.   Dagskrá: 

Hirðing á jólatrjám

Starfsmaður áhaldahúss mun sjá um að hirða jólatré eftir kl. 16 mánudaginn 7. janúar. Jólatrjám þarf að vera komið fyrir við lóðarmörk.   Hirðing mun einnig eiga sér stað síðar í vikunni. Ennfremur er bent á gám fyrir utan gámastöð sem er aðgengilegur allan sólarhringinn.    

Þrettándagleði í Grundarfirði sunnudaginn 6. janúar

Við  byrjum á að hittast kl. 16:30 við netaverkstæði G.Run. Opið verður í flugeldasölu klakks frá 15:00-17:30.   Klukkan 17:30 göngum við fylktu liði frá netaverkstæðinu að bílastæði við grunnskólann, þar taka á móti okkur ýmsar kynjaverur. Syngjum og dönsum saman. Heitt kakó, flugeldar og skemmtum. Fólk er hvatt til að koma með blys eða kyndla, vera í búningum við hæfi, virkja dans-og söngvöðva, skemmtum okkur saman.