- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Félagsráðgjafi
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir félagsráðgjafa. Um er að ræða 100% starf félagsráðgjafa í félagsþjónustu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. Íbúafjöldi þjónustusvæðisins er um 4 þúsund. Hjá FSS starfa forstöðumaður, 2 sálfræðingar, þroskaþjálfi, kennslu- og starfsráðgjafi, ráðgjafi félagsþjónustu, 2 talmeinafræðingar auk starfsmanna heimaþjónustu, liðveislu og málaflokks fatlaðs fólks.
Viðfangsefni
· Barnavernd
· Málefni fatlaðs fólks
· Ráðgjöf
· Þverfagleg teymisvinna
· Önnur verkefni félagsþjónustu sveitarfélaga
Hæfniskröfur
· Starfsbundin réttindi félagsráðgjafa
· Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
· Samskipta- og samstarfshæfni
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands. Æskilegur upphafstími starfs er 1. september n.k.
Umsókn er tilgreini menntun, fyrri störf og umsagnaraðila berist
Sveini Þór Elinbergssyni, forstöðumanni Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ fyrir 30. júlí n.k. Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 430 7800, netfang: sveinn@fssf.is.