Hlutastöf í íþróttahúsi

  Grundarfjarðarbær auglýsir eftir starfskrafti í tvö hlutastörf, annars vegar baðvörð í kvennaklefa og hins vegar baðvörð í karlaklefa Íþróttahúss Grundarfjarðar.    Baðverðir hafa umsjón með baðvörslu í kvenna- og karlaklefum íþróttahúss ásamt þrifum.   Vinnutími er frá kl. 16:00 mánudaga til fimmtudaga, frá 2½ til 4 klst. á dag. Starfshlutfall er um 35%.   Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Jósepsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í síma 430 8564 eða á netfangi steini@grundarfjordur.is   Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS).   Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2013. Ráðið er í störfin frá 2. september 2013. Umsóknareyðublöð er að finna á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is   Sækja um starf í íþróttahúsi  

6 til 8 tíma gönguferð sunnudaginn 11. ágúst

Gönguferð á vegum Ferðafélags Snæfellsness. Gengið að Hrafnafossi að Svartahnjúk, þar sem enn má finna leifar af flaki herflugvélar sem fórst þarna árið 1941.    

Ávextir fyrir grunnskólanemendur í boði fyrirtækja í Grundarfirði

Undanfarin ár hafa grunnskólanemendurnir okkar verið svo heppnir að fyrirtæki og stofnanir hér í bæ, hafa boðið þeim upp á ávexti á morgnana.

Gönguferð í kvöldblíðunni

Gönguferð upp með Ytri-Búðá og upp Langahrygg undir Þröskuldadali. Göngufólk mun hittast við Sögumiðstöðina í Grundarfirði 6.ágúst kl. 19:30. Sjá Facebooksíðu Ferðafélags Snæfellsness.     

Frá Grunnskóla Grundarfjarðar

Grunnskóli Grundarfjarðar hefst miðvikudaginn 21. ágúst.  Nemendur mæta í skólann kl. 10.00 og fá afhenta stundaskrá og gögn.  Nánari upplýsingar varðandi stofuskipan og umsjónarkennara verða sendar til foreldra í næstu viku gegnum Mentor. Kennsla hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn  22. ágúst.   Skólastjóri  

Á góðri stund

Bæjarhátíðin „Á góðri stund“ fór fram um liðna helgi, dagana 25.–28. júlí. Að loknum hverfaskreytingum á fimmtudegi bauð Samkaup bæjarbúum og bestum til grillveislu í hátíðartjaldi. Að loknu grilli steig Sólmundur Hólm á svið og fór með uppistand. KK og Maggi Eiríks fylgdu svo í kjölfarið. Það má samt segja að stjörnur kvöldsins hafi verið þær Gréta Sigurðardóttir og Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir. Þær sungu nokkur lög og spiluðu á gítar við mikla hrifningu áhorfenda.    

Það gengur á ýmsu hjá víkingunum

   

Froðugaman

    Börn og fullorðnir skemmtu sér vel á Kirkjutúninu í dag.

Grænir eru hugmyndaríkir

 

Le Soleal

  Lúxusskemmtiferðaskipið Le Soleal lagðist að Grundarfjarðarhöfn í morgun. Skipið fór síma jómfrúarferð í júní fyrr á þessu ári og er því alveg nýtt. Um borð eru um það bil 200 farþegar.