Ljósmyndavefurinn Bæringsstofa opnaður í dag

 Bæring Cecilsson var Grundfirðingum vel kunnugur á síðustu öld enda lét hann sig sjaldan vanta með myndavélarnar sínar þegar eitthvað var um að vera í bænum. Eftir Bæring liggja tugir þúsunda ljósmynda sem Grundarfjarðarbæ voru afhentar til varðveislu í maí 2003, rúmu ári eftir andlát Bærings og var við það sama tækifæri opnuð Bæringsstofa í Sögumiðstöðinni til minningar um hann. Bæringsstofa er safn með munum og myndum úr eigu Bærings auk þess að vera bíó- og fyrirlestrarsalur.  Í dag klukkan 18:00 verður ljósmyndasafnið www.baeringsstofa.is opnað með formlegum hætti í Bæringsstofu og eru allir velkomnir þangað við þetta tækifæri. Í kjölfar opnunarinnar verður unnt að skoða um 1.500 myndir úr safni Bærings á vefnum og munu fleiri myndir bætast við á næstu misserum.  

Fjárhagsáætlun 2017 - minnum á umsóknir um styrki

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2017.   Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum.   Þeir sem hafa hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2017 sendi beiðni þess efnis á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is Í umsókn skal koma fram fjárhæð þess styrks sem óskað er eftir ásamt stuttri greinargerð.   Umsóknarfrestur er til og með laugardagsins 15. október 2016.     

Rökkurdagar 2016

  Menningarhátíðin Rökkurdagar er nú haldin í fimmtánda sinn í Grundarfirði og stendur að þessu sinni yfir dagana 12.- 22. október. Hátíðin hefst á þeim ánægjulega viðburði að ljósmyndavefurinn www. baeringsstofa.is verður opnaður með viðhöfn í Bæringsstofu og er þar með langþráður draumur bæjarbúa að verða að veruleika.

Bilanavakt, Rarik

Tilkynning:   Vegna vinnu í aðveitustöð Grundarfirði gætu orðið rafmagnstruflanir í stutta stund á tímabilinu kl: 10.00 til 16.00 í dag. Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa. Bilanasími 5289390  

Nýjar bækur á bókasafni

Bókasafn Grundarfjarðar í Sögumiðstöðinni verður opið í vetur kl. 13-17. Ath. breyttan tíma.   Nýjar bækur eru að tínast inn og verða birtar myndir á facebooksíðunni jafnóðum.         Líkið við Facebook síðuna og hafið vefsíðuna í bókmerki.   Tímaritin

Norðurljósasýning

Norðurljósaspá gerir ráð fyrir líflegum norðurljósadansi í kvöld. Virkni þeirra var mikil í gærkvöldi og spár benda til þess að hún verði ekki minni í kvöld.   Til þess að norðurljósin sjáist enn betur verður slökkt á götuljósum í bænum í kvöld. Vonandi verða veðurguðirnir hagstæðir þannig að unnt verði að fylgjast með ljósadýrð himinhvolfanna.   Góða skemmtun!  

Fjárhagsáætlun 2017 - umsóknir um styrki

    Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2017.   Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum.   Þeir sem hafa hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2017 sendi beiðni þess efnis á netfangið: grundarfjordur@grundarfjordur.is. Í umsókn skal koma fram fjárhæð þess styrks sem óskað er eftir ásamt stuttri greinargerð.   Umsóknarfrestur er til og með laugardagsins 15. október 2016.     

Bókasafnið opið í september

Bókasafn Grundarfjarðar er opið í september kl. 9-17 og í vetur frá 3. október er opið kl. 13:00-17:00 mánudaga til fimmtudaga. Bókasafnið er aðgengilegt meðan Kaffi Emil er opið. Hér má sjá myndir sem sýna aðkomu og aðstöðu bókasafnsins í Sögumiðstöðinni. Myndasýningar eru alltaf í Bæringsstofu og barnadeild framan við Þórðarbúð. Verið velkomin.

Kynningarfundur um stefnumarkandi stjórnunaráætlanir

    Nánari upplýsingar og skráning á kynningarfundinn er á vef Ferðamálastofu.  

Réttað í nýsmíðaðri Hrafnkelsstaðarétt á laugardag

    Næstkomandi laugardag, 17. september verður réttað í fyrsta sinn í nýrri rétt í Kolgrafafirði. Réttin er í landi Hrafnkelsstaða og nefnist Hrafnkelsstaðarétt. Vígsluathöfn hefst klukkan 16 og í beinu framhaldi af vígslunni hefjast réttirnar. Hrafnkelsstaðarétt var smíðuð af sjálboðaliðum úr Búnaðarfélagi Eyrarsveitar og starfsmönnum Grundarfjarðarbæjar. Smíðin gekk hratt og vel fyrir sig enda harðduglegt fólk þarna á ferð.