Laus störf í íþróttahúsi

Grundarfjarðarbær auglýsir eftir baðvörðum í Íþróttahús Grundarfjarðar til að sinna baðvörslu og þrifum. Óskað er eftir báðum kynjum.  

Laus störf hjá Grundarfjarðarbæ

  Sjá nánar hér.  

Sumarnámskeið verða tvær fyrstu vikurnar í ágúst

  Sumarnámskeið fyrir börn fædd 2004-2010 verða haldin fyrstu tvær vikurnar í ágúst. Skráningareyðublöð má nálgast hér eða á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar. Vinsamlegast skráið börnin á námskeiðin í síðasta lagi á föstudeginum fyrir hvort námskeið.  

Hollvinasamtökin Eyrbyggjar veittu skíðadeildinni viðurkenningu

    Eyrbyggjar, hollvinasamtök Grundarfjarðar, veittu skíðadeild UMFG í Grundarfirði framfaraverðlaun Eyrbyggja á bæjarhátíðinni um síðustu helgi. Viðurkenninguna hlaut skíðadeildin fyrir mikið og gott uppbyggingarstarf á skíðasvæði Snæfellinga í Grundarfirði með aðstoð heimamanna. Það voru Rósa Guðmundsdóttir, formaður skíðadeildar, sem tók við viðurkenningunni úr höndum Höllu Halldórsdóttur, formanni Eyrbyggja.    

Viðurkenningar fyrir fyrirmyndargarða í Grundarfirði

  Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri veitti viðurkenningar fyrir fyrirmyndargarða ársins 2016   Skipulags- og byggingarnefnd Grundarfjarðarbæjar ákvað að veita viðurkenningar fyrir fyrirmyndargarða í bænum árið 2016. Það voru hjónin Jón Snorrason og Selma Friðfinnsdóttir sem hlutu viðurkenninguna í flokki heimila en í flokki fyrirtækja var það Bjargarsteinn Mathús sem hlaut viðurkenningu.   

Frábær bæjarhátíð að baki

    Bæjarhátíðin Á góðri stund fór einstaklega vel fram um nýliðna helgi og var mikið líf og fjör í bænum þessa daga. Heilmikil og skemmtileg dagskrá fyrir alla aldurshópa var í boði alla helgina auk þess sem hverfin í bænum kepptu sín á milli í hinum ýmsu greinum, svo sem körfubolta, pílukasti, kubbi og auðvitað skreytingum ásamt fleiru.  

Laus störf leikskólakennara á Sólvöllum

     Leikskólinn Sólvellir, Grundarfirði, auglýsir eftir deildarstjórum og sérkennslustjóra. Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli með nemendur á aldrinum eins til fimm ára. Skólaárið 2016-2017 verður fjöldi nemenda á bilinu 50 -55.  

Sýning á verkum Rósu Njálsdóttur í Sögumiðstöðinni

      Grundfirðingurinn Rósa Njálsdóttir verður með sýningu á verkum sínum í Sögumiðstöðinni næstu dagana. Sýning Rósu, Fólkið mitt, fjöllin og fjörðurinn, var opnuð í morgun og mun standa til 1. ágúst næstkomandi. Rósa er í Sögumiðstöðinni í dag og verður þar einnig af og til yfir helgina.  

Starf skipulags- og byggingafulltrúa laust til umsóknar

    Grundarfjarðarbær auglýsir starf skipulags- og byggingafulltrúa laust til umsóknar. Um er að ræða mjög spennandi starf í áhugaverðu umhverfi. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa starfið á traustum grunni. Skipulags- og byggingafulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa.

Hátt í 5.000 manns stigu á land í Grundarfjarðarhöfn í morgun

    Nú stendur yfir bæjarhátíð Grundfirðinga, Á góðri stund og mikið líf er í bænum í tengslum við hana. Það bættist heldur betur við fólksfjöldann í dag þegar tvö skemmtiferðaskip sigldu inn fjörðinn með samtals 4.300 manns.