Köttur í óskilum

Þessi köttur er í óskilum hjá Áhaldahúsinu. Eigandi er beðinn um að vitja hans þar eða hringja í síma 691-4343.      

Myndlistarsýning Josée Conan í Sögumiðstöðinni

    Sunnudaginn 5. Júní, á sjómannadaginn, verður opnuð sýning á verkum frönsku listakonunnar Josée Conan í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði. Sýningin hefst klukkan 17:00 og verður listakonan viðstödd opnunina ásamt eiginmanni sínum.  

Sumarnámskeið fyrir börn fædd 2004-2010

    Sumarnámskeið Grundarfjarðarbæjar hefjast mánudaginn 6. júní og verða í boði fyrir börn fædd 2004-2010. Námskeiðin verða í þrjár vikur í júní og tvær vikur í ágúst.   

Kvennahlaup ÍSÍ

Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið 4. júní kl 11 og farið verður frá íþróttahúsinu. Vegalengdir eru eftir því sem hverjum hentar en gengið/rölt/skokkað/hlaupið í góðum félagsskap í c.a. 30 - 45 mín.   Hægt er að nálgast boli hjá Kristínu H. S: 8993043 en verðið er 2000 kr fyrir 13 ára og eldri en 1500 fyrir 12 ára og yngri.    Grundarfjarðarbær býður svo fótfráum skvísum og fótliprum ömmum í sund á eftir.   

Bókaverðlaun barnanna

Borgarbókasafnið hefur séð um Bókaverðlaunum barnanna í fimmtán ár og fá höfundar og þýðandi verðlaun á Sumardaginn fyrsta. Börn í 1.-6. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar tóku þátt í Bókaverðlaunum barnanna í vetur með því að velja uppáhaldsbók ársins 2016.     Dregið var um viðurkenningar í grillveislu í grunnskólanum 30.maí og hlutu Sólveig Stefanía Bjarnadóttir og Kristján Freyr Tómasson viðurkenninguna að þessu sinni.   Við Þórdís á skólabókasafninu óskum þeim til hamingju og þökkum öllum sem tóku þátt. Sunna á bókasafninu í Sögumiðstöðinni.     Meira um bækurnar sem unnu.    

Sundlaugin tilbúin eftir gagngera andlitslyftingu

    Mikil vinna hefur verið lögð í breytingar á Sundlaug Grundarfjarðar að undanförnu og útkoman virkilega góð. Gústav Ívarsson húsasmíðameistari sá um verkið ásamt fleiri góðum fyrirtækjum í undirverktöku, svo sem GG Lögnum, Suðu ehf. og Taugum ehf.   Nú er bara að vonast eftir að veðrið fari að ganga niður svo bæjarbúar geti notið sín í sundi, pottum og nýju fínu vaðlauginni.    

Dagskrá sjómannadagshelgarinnar í Grundarfirði

      Sjómannadagsráð Grundarfjarðar hefur lokið við gerð dagskrár fyrir sjómannadaginn í ár og verður þer heilmargt skemmtilegt og spennandi í boði. Það verður fullt af sprelli, tónlist, mat og annarri menningu auk þess sem gjaldfrjálst verður í Sundlaug Grundarfjarðar um sjómannadagshelgina.   Smellið hér til að skoða dagrkrána.  

Viðburðir í Hreyfiviku falla niður vegna veðurs

  Þessir eldhressu dugnaðarforkar skelltu sér í heilsubótargöngu með léttum æfingum.   Hreyfivikan fór vel af stað og góð mæting var í viðburði mánudags og þriðjudags auk göngunnar í gær, miðvikudag. Eftir það hefur veðrið sett heldur betur strik í reikninginn hér í Grundarfirði og hver viðburðurinn af öðrum fallið niður.  

Vatnsleikfimi og göngu frestað vegna veðurs

    Sundlaugin er lokuð í dag vegna veðurs og því fellur niður vatnsleikfimin sem átti að vera klukkan 14:00 í dag.    Göngu Ferðafélagsins að Hrafnafossum í Hrafnkelsstaðabotni verður frestað. Gangan verður auglýst síðar.   Í dag verður hins vegar bjöllutími í sal hjá Ragnari og Ásgeiri. Endilega skráið ykkur sem fyrst hjá Þóreyju í síma 892 7917 eða á facebook; Þórey Ásgeir.  

Sumartími á Bókasafni Grundarfjarðar

Opið verður í sumar sem hér segir:Á tíma upplýsingamiðstöðvar kl. 9-17 alla daga. Sumarauglýsing     Tekur gildi frá og með mánudeginum 23. maí 2016.