Könnun á áformum markaðsaðila varðandi uppbyggingu fjarskiptainnviða

Fyrirhuguð er lagning ljósleiðara í Grundarfirði, sem veita á öruggt þráðbundið netsamband í dreifbýli sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að tengja öll lögheimili í sveitarfélaginu. Einnig standi eigendum frístundahúsa og fyrirtækja, sem staðsett eru í dreifbýli Grundarfjarðar, til boða að tengjast ljósleiðaranum. Gert er ráð fyrir að öllum þjónustuveitum verði heimilað að bjóða þjónustu sína á ljósleiðarakerfinu gegn gjaldi.  

Þrettándabrenna og flugeldasýning!

    Grundarfjarðarbær býður til árlegrar þrettándabrennu föstudaginn 6. janúar kl 18:00 í Hrafnkelsstaðabortni í Kolgrafafirði. Flugeldasýning verður í boði björgunarsveitarinnar Klakks, álfar sveima um svæðið og Foreldrafélag Grunnskóla Grundarfjarðar býður upp á heitt súkkulaði.   Mætum öll með góða skapið og kveðjum jólin saman!  

40 ára leikskólastarf í Grundarfirði

    Í dag, 4. janúar 2017, eru fjörtíu ár frá því leikskólastarfsemi hófst hér í Grundarfirði. Það var Rauðakrossdeildin í Grundarfirði sem hafði frumkvæði að ferkefninu og setti upp fyrstu leikskóladeildina í grunnskólanum. Í tilefni af afmælinu verður hátíðardagskrá í Samkomuhúsinu nk. laugardag, 7. janúar, klukkan 13:30 og í beinu framhaldi verður svo opið hús í leikskólanum Sólvöllum til klukkan 16:00.   Allir hjartanlega velkomnir!      

Hriða rusl eftir áramótin

Bæjarbúar eru vinsamlegast hvattir til að hreinsa upp eftir sig það rusl sem liggur á götum og gangstéttum eftir áramótin. Tökum höndum saman og höldum bænum okkar hreinum.  

Opnunartími bæjarskrifstofu um áramót

Lokað 2. janúar opnar aftur 3. janúar. Gleðilega hátíð.  

Glæsilegir jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar

    Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar voru haldnir í Grundarfjarðarkirkju þann 15. desember síðastliðinn. Að vanda voru tónleikarnir stórglæsilegir og ánægjulegir. Það er virkilega gaman að sjá hversu miklir hæfileikar leynast í bænum okkar og hvað nemendur eru einbeittir og færir í að koma fram. Það fer ekkert á milli mála að mikið og gott starf er unnið í tónlistarskóla bæjarins.  

Myndaseríur bókasafnsins

Jólaauglýsing bókasafnsins er í Jökli vikublaði. Á facebook má skoða myndaseríur, m.a. af bókakápum. Bókamyndir á bæjarsíðunni. Opið á Þorláksmessu kl. 13-20. Annars virka mánudaga-fimmtudaga kl. 13-17.    

Notalegar heimsóknir yngstu nemendanna í Sögumiðstöðina

    Það var notaleg stemmning í Sögumiðstöðinni þegar ungir nemendur úr Grunnskóla Grundarfjarðar og leikskóladeildinni Eldhömrum litu inn. Unga fólkið naut sín vel með kakó og smákökur frá Kaffi Emil og lásu bækur. Krakkarnir á Eldhömrum horfðu einnig á skemmtilega jólamynd inni í Bæringsstofu.  

Viltu skipta um hlutverk við Breta í viku fyrir BBC?

    Breska sjónvarpsstöðin BBC leitar að einstaklingi á aldrinum 25-50 ára sem er til búinn að skipta um hlutverk við breskan einstakling í 7-10 daga fyrir heimildaþáttaröð stöðvarinnar. Þættirnir eru sex talsins og fer einn Breti á einhvern einstakan stað í hverjum þætti til að upplifa nýtt ævintýri. Á sama tíma fer sá einstaklingur sem skipt er við til Bretlands til að upplifa líf viðkomandi einstaklings þar. Allur kostnaður af skiptunum er greiddur af BBC.  

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2016/2017

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 641/2016um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2016/2017.