Lokanir á hafnarsvæði 22.-23. júlí

Föstudaginn 22. júlí og laugardaginn 23. júlí verður hafnarsvæðið skermað af með lokunum. Lokanirnar eru á Borgarbraut neðan Grundargötu og á Nesvegi sunnan Hrannarstígs. Grundfirðingar og gestir eru beðnir um að virða lokanirnar.  

Góðir gestir frá Paimpol færðu Grundarfjarðarbæ gjöf

    Það var mikið fjör í Sögumiðstöðinni síðastliðinn þriðjudag þegar 36 hressir Frakkar frá Paimpol, vinabæ Grundarfjarðar, sátu þar að snæðingi í hádeginu. Hópurinn hefur verið að ferðast hringinn í kringum Ísland en kom við í Grundarfirði til að afhenda formlega upplýsingaplatta til að setja við minningarkrossinn á Grundarkambinum.  

Lokun gatna vegna malbikunarframkvæmda

Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að taka tillit til þess að nýmalbikaðar götur þurfa að vera lokaðar til miðvikudagsmorgunsins 13. júlí.  

Malbikunarframkvæmdir

Vegna malbikunarframkvæmda sem standa munu yfir frá hádegi mánudaginn 11. júlí og allan þriðjudaginn 12. júlí, verður takmörkuð umferð um Borgarbraut, frá Hlíðarvegi að Grundargötu. Einnig verða framkvæmdir við botnlanga í Sæbóli.   Íbúar eru beðnir um að sýna þessu skilning.  

Starf skipulags- og byggingafulltrúa laust til umsóknar

    Grundarfjarðarbær auglýsingar starf skipulags- og byggingafulltrúa laust til umsóknar. Um er að ræða mjög spennandi starf í áhugaverðu umhverfi. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa starfið á traustum grunni. Skipulags- og byggingafulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa.  

Laus störf leikskólakennara á Sólvöllum

    Leikskólinn Sólvellir, Grundarfirði, auglýsir eftir deildarstjórum og sérkennslustjóra. Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli með nemendur á aldrinum eins til fimm ára. Skólaárið 2016-2017 verður fjöldi nemenda á bilinu 50 -55.

Auglýsing um kjörfund vegna forsetakosninga

Kjörfundur vegna forsetakosninga í Grundarfirði verður í Samkomuhúsi Grundarfjarðar laugardaginn 25. júní 2016. Kjörfundur stendur yfir frá kl. 09:00 til kl. 22:00.   Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum.   Kjörstjórn Grundarfjarðar   

Lóðir undir íbúðarhúsnæði.

 Á fundi bæjarstjórnar 9. júní sl. var samþykkt tillaga bæjarráðs að auglýsa lausar lóðir undir íbúðarhúsnæði í Grundarfjarðarbæ með 50% afslætti á gatnagerðargjöldum sem úthlutað yrði á árinu 2016, hér má sjá lista og kort yfir lóðirnar.  

Starf skipulags- og byggingafulltrúa

Grundarfjarðarbær auglýsir starf skipulags- og byggingafulltrúa laust til umsóknar. Um er að ræða mjög spennandi starf í áhugaverðu umhverfi. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa starfið á traustum grunni. Skipulags- og byggingafulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa.  

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Atkvæðagreiðsla vegna kjörs forseta Íslands á að fara fram laugardaginn 25.  júní 2016. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin. Í umdæmi Sýslumannsins á Vesturlandi fer hún fram á eftirtöldum stöðum:   Akranesi - skrifstofu sýslumanns, Stillholti 16-18,  virka daga kl. 10.00 til 15.00 Borgarnesi - skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2,  virka daga kl. 10.00 til 15.00 Búðardal - skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11,  virka daga kl. 12:30 til 15.30 Eyja- og Miklaholtshreppi - skrifstofu hreppsstjóra, Þverá, virka daga kl. 12.00 til 13.00 Ólafsvík - skrifstofu sýslumanns, Bankastræti 1a á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10.00 til 14.00 Stykkishólmi - skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2,  virka daga kl. 10.00 til 15.00 Grundarfirði – skrifstofu sýslumanns, Hrannarstíg 2, kosning hefst þar 7. júní  og verður kosið á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 17.00 til 19.00   Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi kjörstjóra.   Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað.