Hreinsunardagar í Grundarfirði

 

Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2016 - vegleg verðlaun!

    Nú þegar sumarið er gengið í garð er ástæða til að minna á Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar sem er undir formerkjunum líf og leikur þetta árið. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir efstu þrjú sætin í keppninni; 50.000 kr fyrir fyrstu verðlaun, 30.000 kr fyrir önnur verðlaun og 20.000 kr fyrir þau þriðju.  

Vinnuskólinn hafinn í Grundarfirði

    Það voru hressileg og dugleg ungmenni sem mættu til starfa í vinnuskólanum í Grundarfirði í morgun. Fyrstu verkefnin fólust í að hreinsa stéttina við grunnskólann og í nágrenni hans. Vinnuskólinn verður starfræktur til 8. júlí í sumar.  

Sýning Josée Conan frá Paimpol opnuð í Sögumiðstöðinni

    Listakonan Josée Conan frá Paimpol, vinabæ Grundarfjarðar í Frakklandi, var viðstödd opnun sýningar sinnar í Sögumiðstöðinni í gær. Verk hennar af fiskum og öðru sjávarfangi hafa vakið mikla athygli og var svo sannarlega við hæfi að opna sýninguna á sjómannadaginn hér í Grundarfirði.  

Nemendur 10. bekkjar útskrifaðir úr grunnskóla

    Grunnskóla Grundarfjarðar var slitið í síðustu viku og voru við það tækifæri sextán nemendur útskrifaðir frá skólanum við hátíðlega stund. Nemendur tíunda bekkjar voru kvaddir með blómum og ræðum auk þess sem viðurkenningar voru veittar til þeirra sem sköruðu fram úr á hinum ýmsu sviðum. Þessu glæsilega unga fólki eru færðar kveðjur og hamingjuóskir frá Grundarfjarðarbæ og megi þeim farnast vel um alla framtíð.    

Köttur í óskilum

Þessi köttur er í óskilum hjá Áhaldahúsinu. Eigandi er beðinn um að vitja hans þar eða hringja í síma 691-4343.      

Myndlistarsýning Josée Conan í Sögumiðstöðinni

    Sunnudaginn 5. Júní, á sjómannadaginn, verður opnuð sýning á verkum frönsku listakonunnar Josée Conan í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði. Sýningin hefst klukkan 17:00 og verður listakonan viðstödd opnunina ásamt eiginmanni sínum.  

Sumarnámskeið fyrir börn fædd 2004-2010

    Sumarnámskeið Grundarfjarðarbæjar hefjast mánudaginn 6. júní og verða í boði fyrir börn fædd 2004-2010. Námskeiðin verða í þrjár vikur í júní og tvær vikur í ágúst.   

Kvennahlaup ÍSÍ

Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið 4. júní kl 11 og farið verður frá íþróttahúsinu. Vegalengdir eru eftir því sem hverjum hentar en gengið/rölt/skokkað/hlaupið í góðum félagsskap í c.a. 30 - 45 mín.   Hægt er að nálgast boli hjá Kristínu H. S: 8993043 en verðið er 2000 kr fyrir 13 ára og eldri en 1500 fyrir 12 ára og yngri.    Grundarfjarðarbær býður svo fótfráum skvísum og fótliprum ömmum í sund á eftir.   

Bókaverðlaun barnanna

Borgarbókasafnið hefur séð um Bókaverðlaunum barnanna í fimmtán ár og fá höfundar og þýðandi verðlaun á Sumardaginn fyrsta. Börn í 1.-6. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar tóku þátt í Bókaverðlaunum barnanna í vetur með því að velja uppáhaldsbók ársins 2016.     Dregið var um viðurkenningar í grillveislu í grunnskólanum 30.maí og hlutu Sólveig Stefanía Bjarnadóttir og Kristján Freyr Tómasson viðurkenninguna að þessu sinni.   Við Þórdís á skólabókasafninu óskum þeim til hamingju og þökkum öllum sem tóku þátt. Sunna á bókasafninu í Sögumiðstöðinni.     Meira um bækurnar sem unnu.