Fimm tilnefningar til íþróttamanns Grundarfjarðar 2017

    Knattspyrnumaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson var kjörinn íþróttamaður Grundarfjarðar árið 2016   Fimm tilnefningar bárust til kjörs á íþróttamanni Grundarfjarðar fyrir árið 2017 og verða úrslitin gerð kunn á aðventudegi kvenfélagsins Gleym mér ei sunnudaginn 3. desember. Tilnefningar bárust frá blakdeild UMFG, körfuknattleiksdeild UMFG, knattspyrnudeild UMFG, Golfklúbbnum Vestarr og Skotfélagi Snæfellsness og eru eftirfarandi tilnefnd:  

Opinn súpufundur um framtíðarsýn í ferðamálum

 

Bréf til landeigenda og ábúenda og skilgreining landbúnaðarlands í aðalskipulagi

Í vinnu sem nú stendur yfir við endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar er í fyrsta sinn unnið skipulag fyrir allt land sveitarfélagsins í heild, eins og skipulagslög gera ráð fyrir.     

Frábær þátttaka í Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar

      Skilafrestur á myndum í Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar rann út þann 10. nóvember síðastliðinn. Frábær þátttaka er í keppninni í ár því alls bárust 52 myndir svo það verður heldur betur úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina.  

Störf í boði í Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ

      Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsfólki í eftirtalin störf  í þjónustuþáttum  fatlaðra í sveitarfélögunum:  

Opinn fundur um framtíðarsýn í ferðamálum

     Smellið á mynd til að stækka.

Blóðsykursmæling í boði Lions

    Lionsklúbbur Grundarfjarðar býður íbúum Grundarfjarðar upp á blóðsykursmælingu í Kjörbúðinni kl 14-18 í dag.   Nánari upplýsingar hér.   Allir hvattir til að mæta!  

Viðurkenningar fyrir starfsaldur hjá Grundarfjarðarbæ

    Sautján starfsmenn Grundarfjarðarbæjar fengu viðurkenningu fyrir starfsaldur á árshátíð bæjarins í byrjun nóvember. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar hjá Grundarfjarðarbæ og því heilmikið að vinna upp.  

Góð gjöf til félagsmiðstöðvarinnar Eden

     Kvenfélagið Gleym mér ei og Lionsklúbbur Grundarfjarðar gáfu félagsmiðstöðinni Eden veglega gjöf á dögunum. Hólmfríður frá Lions og Hrafnhildur frá Gleym mér ei komu færandi hendi í grunnskólann með stóran flatskjá sem á eftir að nýtast vel í starfi félagsmiðstöðvarinnar næstu misserin.  

Samstarfsnefnd um mögulega sameiningu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar fundaði í gær fimmtudaginn 9. nóvember 2017.

Bókun samstarfsnefndarinnar, sem samþykkt var á fundinum er svofelld:   Samstarfsnefnd um mögulega sameiningu sveitarfélaganna Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar hefur aflað gagna og rætt um ýmsa þætti sem tengjast mögulegri sameiningu sveitarfélaganna.  Sveitarfélögin fengu ráðgjafafyrirtækið KPMG til þess að afla gagna og vinna skýrslu fyrir sameiningarnefndina og hefur hún verið kynnt fyrir sveitarstjórnum.   Í ljósi þessara gagna og niðurstöðu Jöfnunarsjóðs um framlög vegna sameiningarinnar sem byggja á núgildandi reglum sjóðsins telur nefndin ekki forsendur til að ná fram niðurstöðu í vinnuna þannig að hægt sé að kjósa um sameiningu fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári.   Nefndin leggur til að á vegum sveitarstjórnanna þriggja fari fram viðræður við ráðuneyti sveitarstjórnarmála þar sem gerð verði grein fyrir afstöðu sameiningarnefndarinnar.  Vísar nefndin einnig til skýrslu ráðuneytisins um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga frá september sl. þar sem m.a. er lagt til að ráðuneyti sveitarstjórnamála taki markvissari þátt í verkefninu um styrkingu sveitarstjórnarstigsins og fjárfesti í því.    F.h. samstarfsnefndarinnar Þorsteinn Steinsson Grundarfirði