Í vinnu sem nú stendur yfir við endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar er í fyrsta sinn unnið skipulag fyrir allt land sveitarfélagsins í heild, eins og skipulagslög gera ráð fyrir.   

Í aðalskipulagi eru svæði afmörkuð fyrir mismunandi landnotkun út frá þeim landnotkunarflokkum sem skilgreindir eru í 6. kafla skipulagsreglugerðar.

Við mótun nýs aðalskipulags er skoðað hvort breyta á stefnu um landnotkun m.v. breyttar forsendur, ný áform eða fyrirséða þróun. Í tengslum við þá vinnu hefur verið leitað til eigenda jarða og landa í sveitarfélaginu (flestir í dreifbýli) og ábúenda þar sem það á við.

Á vef skipulagsverkefnisins má sjá bréf sem sent var landeigendum og ábúendum þann 10. nóvember sl. Eigendur og ábúendur jarða og landa í sveitarfélaginu eru hvattir til að senda ábendingar og hugmyndir sínar um framtíðarþróun til skipulags- og umhverfisnefndar bæjarins, sjá nánar í frétt.  

 

Í bréfinu var m.a. kynnt hugmynd sem hefur verið til umræðu hjá skipulags- og umhverfisnefnd um að breyta skilgreiningu landbúnaðarlands í aðalskipulaginu. 
Hér má sjá frétt á sama vefþar sem þetta er útskýrt.