Áningastaður við Kirkjufellsfoss

Kirkjufellsfoss hefur orðið til sem sjálfsprottinn ferðamannastaður og hefur fjöldi gesta aukist gífurlega hratt. Staðurinn er orðinn einn vinsælasti áfangastaður og mest myndaðasti ferðamannastaður á Snæfellsnesi. Á síðustu árum hefur aðstaða við fossinn verið bætt, s.s. bílastæði og göngustígar, en sú aðstaða annar ekki þeim fjölda gesta sem kemur á svæðið. Vegna aukinnar umferðar ferðamanna að fossinum er mikilvægt að byggja betri umgjörð um þennan ferðamannastað til framtíðar; umgjörð sem tryggir öryggi vegfarenda, stýrir umferð gesta um svæðið, dregur úr álagi og lágmarkar sjónræn áhrif umhverfis fossinn. Grundarfjarðarbær áformar því að vinna deiliskipulag fyrir áfangastaðinn við Kirkjufellsfoss og nánasta umhverfi, í samvinnu við landeigendur.  

Ráðgjöf vegna umsókna í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi og Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi verða með viðveruvíða um Vesturlands í næstu viku þar sem þau veita ráðgjöf til þeirra sem hyggjast sækja um styrki í Uppbyggingarsjóð Vesturlands.   Þau verða á bæjarskrifstofunni í Grundarfirði þann 11. janúar frá kl. 13-15.   Samtök svietarfélaga á Vesturlandi - Sóknaráætlun Vesturlands 

Kynning á drögum að skipulagsbreytingum vegna Berserkseyrar í Grundarfirði

Unnið er að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015 vegna frístundahúsahverfis á Berserkseyri. Samhliða breytingunni er unnið að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Berserkseyri. Drög að skipulagsbreytingunum verða til sýnis á Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar þann 5. janúar n.k. á milli kl. 13 – 14 en þar verður spurningum svarað og tekið við ábendingum. Í framhaldinu verða drögin til sýnis á opnunartíma bæjarskrifstofunnar, frá kl. 10 til 14 fram til 12. janúar, og aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.grundarfjordur.is.   Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að kynna sér drögin og gera athugasemdir við þau. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 15. janúar 2018  annaðhvort á Borgarbraut 16 eða á netfangið: bygg@grundarfjordur.is.   Skjal 1 - Skjal 2 - Skjal 3 - Skjal 4   Skipulags- og byggingarfulltrúi                                                                                                                   Grundarfjarðar  

Rafbókasafnið okkar

                Almenningsbókasöfn um allt land bjóða nú lánþegum sínum aðgang að Rafbókasafninu. Flestar eru á ensku í formi rafbóka. Hlutur hljóðbóka fer þó ört vaxandi. Vonir standa til að fljótlega muni íslenskar rafbækur bætast í safnið. Sjá meira á síðu Borgarbókasafnsins.   Fáið aðstoð með ný notendanúmer og lykilorð á Bókasafni Grundarfjarðar eða með tölvupósti.  

Þrettándabrenna og flugeldasýning

  Grundarfjarðarbær býður til árlegrar þrettándabrennu laugardaginn 6. janúar kl 17:00 í Hrafnkelsstaðabotni í Kolgrafafirði. Flugeldasýning verður í boði björgunarsveitarinnar Klakks. Álfar munu sveima um svæðið og Foreldrafélag Grunnskóla Grundarfjarðar býður upp á heitt súkkulaði.   Mætum öll og kveðjum jólin saman í Kolgrafafirði!  

Auglýsing um starfsleyfistillögu

Starfsleyfistillaga fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf. í Grundarfirði   Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf. við Nesveg 4b og 10 í Grundarfirði. Um er að ræða stöð sem er með tvær lekavarnaþrær.   Umhverfisstofnun hefur ekki hug á að hafa opinn kynningarfund um tillöguna en berist ósk um fund verður það endurskoðað.   Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendast á Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. janúar 2018.  

Opnunartími bæjarskrifstofu um áramót

Lokað 2. janúar opnar aftur 3. janúar. Gleðilega hátíð.  

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin miðvikudaginn 20. desember í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.15:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans. Allir velunnarar skólans eru velkomnir.   Skólameistari      

Jólatíminn í Bókasafni Grundarfjarðar

Á bókasafninu má fá ýmislegt sér til gagns og ánægju nú fyrir jólin.Á Facebooksíðu bókasafnsins birtast myndir af nýju bókunum jafnóðum og þær berast, ábendingar um verkefni fyrir börn og fullorðna og sjá má númer á ósóttum vinningum í jólahappdrætti Gleym mér ei. Pokar, bækurnar Fólkið Fjöllin Fjörðurinn og Svartihnjúkur DVD eru til sölu.   Hægt er að vera með í hópnum „Gefins og skipti á Bókasafni Grundarfjarðar“ og eiga forgang að bókum sem liggja á lausu.Nokkur barna í 2.-3 bekk hafa ekki sótt bókina „Nesti og nýir skór“ sem er gjöf frá Ibby. Síðast en ekki síst er Rafbókasafnið að opna fyrir alla landsmenn. Meira um það í fjölmiðlum. Gleðilega hátíð. Sunna.  Opið um jólin >>>

Heilbrigðisstofnun Vesturlands, læknaþjónusta. Bókun bæjarsjórnar Grundarfjarðar 14. des. 2017

Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðar 14. des. sl., var fjallað um þjónustu heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Grundarfirði, en heyrst hefur að til standi að minnka viðveru læknis í Grundarfirði frá því sem nú er. Eins og kunnugt er, þá er læknir staðsettur í Grundarfirði virka daga frá mánudegi til föstudags og enginn læknir er á laugardögum og sunnudögum.