- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Kvenfélagið Gleym mér ei og Lionsklúbbur Grundarfjarðar gáfu félagsmiðstöðinni Eden veglega gjöf á dögunum. Hólmfríður frá Lions og Hrafnhildur frá Gleym mér ei komu færandi hendi í grunnskólann með stóran flatskjá sem á eftir að nýtast vel í starfi félagsmiðstöðvarinnar næstu misserin.