Tilkynning vegna sameiningarviðræðna

    Í byrjun september fóru fram íbúafundir í Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ um mögulega sameiningu sveitarfélaganna þriggja. Dagskrá fundanna fól í sér stöðuyfirlit sveitarfélaganna, niðurstöður netkönnunar, mögulegar sviðsmyndir framtíðarinnar og áherslur og framtíðarsýn íbúa.  

Margnota Snæfellsnes

  Snæfellsnes hefur orð á sér fyrir frumkvæði í úrbótum umhverfismála; hefur m.a. fengið tilnefningu til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, var valið meðal 100 grænustu áfangastaða heims og hefur síðast en ekki síst borið alþjóðlega EarthCheck umhverfisvottun á starfsemi sveitarfélaganna síðan árið 2008. Þeirri vottun þarf að viðhalda með stöðugum framförum í átt að sjálfbærara samfélagi.  

Viðvera atvinnuráðgjafa SSV 2017-2018

 

Réttað á Mýrum og í Hrafnkelsstaðarétt um helgina

    Réttir verða á morgun, laugardaginn 16. september, á Mýrum og í Hrafnkelsstaðarétt í Kolgrafafirði. Reiknað er með að réttirnar hefjist upp úr klukkan 16 á báðum stöðum og eru allir velkomnir.  

Börnin á Sólvöllum fengu vatnsbrúsa að gjöf

    Yngstu börnin á leikskólanum Sólvöllum fengu á dögunum góða gjöf frá Arion banka. Hvert og eitt barn fékk sinn eigin vatnsbrúsa til að hafa inni á deild en hver brúsi er merktur með mynd af hverju barni. Gjöfin kemur að góðum notum og er mikil ánægja með hana. Á sama tíma gaf Arion banki sápukúlur til að leika með úti og hafa þær verið mikið notaðar úti við og vakið mikla gleði meðal barnanna. Leikskólinn Sólvellir þakka Arion banka kærlega fyrir góða gjöf.  

Bæjarstjórnarfundur

Fundarboð 207. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 13. september 2017, í Ráðhúsi Grundarfjarðar, kl. 16:30   Dagskrá:  

Tímabundið starf skipulags- og byggingafulltrúa

Grundarfjarðarbær auglýsir eftir starfmanni í tímabundið starf skipulags- og byggingafulltrúa. Um er að ræða afleysingu í þrjá mánuði frá 12. september 2017. Hlutastarf kemur til greina.   Skipulags- og byggingafulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku og skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa.

Blóðbankabílinn

 

Auglýsing um íbúafundi

 

Baðvörður óskast í karlaklefa Íþróttahúss Grundarfjarðar

     Grundarfjarðarbær auglýsir eftir baðverði í karlaklefa Íþróttahúss Grundarfjarðar til að sinna baðvörslu og þrifum. Vinnutími er frá kl 15:50 mánudaga til fimmtudaga.