Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar árið 2018

Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar A- og B-hluta sjóða fyrir árið 2018, ásamt áætlun áranna 2019-2021 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 14. des. sl.    

Sólvallarreitur - iðnaðarsvæði, tillaga að deiliskipulagi - Leiðrétting.

Í auglýsingu sem birt var þann 7. nóvember sl. þar sem ofangreind tillaga að deiliskipulagi var kynnt í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010  var ranglega tilgreint að athugasemdafrestur við tillögunni væri til og með 14. desember 2017. Hið rétta er að athugasemdafrestur er til og með 19. desember 2017 og mun tillagan því liggja frammi á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar í samræmi við það.   Teikning   Skipulags-og byggingarfulttrúi Grundarfjarðarbæjar.  

Til Íbúa við Grundargötu.

Vegna rafstrengsframkvæmda við Grundargötu 4-28.   RARIK óskaði eftir því við Grundarfjarðarbæ í haust  að fá að leggja háspennustreng frá nýju tengivirki Landsnets sem er rétt ofan við iðnaðarsvæðið og skammt frá Kverná að spennistöðinni við Borgarbraut 2b (neðan við Arion banka húsið).    

Bæjarstjórnarfundur

209. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 14. desember 2017, í Ráðhúsi Grundarfjarðar, kl. 16:30 .   Dagskrá:  

Viðburðir í Grundarfirði á aðventu og jólum

    Það er ýmislegt um að vera á aðventu og jólum hér í Grundarfirði. Kirkja, skóli, félagasamtök og fleiri eru með margvíslega viðburði sem við ætlum að gera tilraun til að halda utan um hér fyrir neðan. Endilega sendið póst á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is ef þið viljið leiðrétta eitthvað eða bæta einhverju við.    

Þriðji bekkur heimsótti slökkvilið Grundarfjarðar

    Það voru alsælir nemendur í þriðja bekk Grunnskóla Grundarfjarðar sem heimsóttu slökkvilið bæjarins á dögunum. Ásamt því að fá kynningu á tækjum og tólum þá fengu þau að skoða bílana og spjalla við slökkviliðsmenn.  

Tómas Logi sigraði í Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2017

  Það var Tómas Logi Hallgrímsson sem bar sigur úr býtum í Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar árið 2017 og hlýtur hann að launum kr. 50.000. Móðir hans, Helga Fríða tók við viðurkenningunni fyrir hönd Tómasar. Í öðru sæti varð Hafrún Guðmundsdóttir og fékk hún að launum kr. 30.000 og í því þriðja varð Sverrir Karlsson. Hann fékk viðurkenningu að upphæð kr. 20.000.   Grundarfjarðarbær þakkar frábæra þátttöku í Ljósmyndasamkeppninni og óskar sigurvegurunum innilega til hamingju með úrslitin.    

Svana Björk Steinarsdóttir er íþróttamaður Grundarfjarðar 2017

     Svana Björk Steinarsdóttir var kjörinn íþróttamaður Grundarfjarðar síðastliðinn sunnudag. Svana Björk var tilnefnd af blakdeild UMFG enda lykilleikmaður í liði félagsins. Svana Björk er prúður og agaður leikmaður, fyrirmynd innan vallar sem utan og átti sæti í U-19 landsliði kvenna sem keppti á norðurlandamóti á dögunum.   Grundarfjarðarbær óskar Svönu Björk hjartanlega til hamingju með titilinn!

Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar

 

Leikskólinn Sólvellir

Leikskólinn Sólvellir óskar eftir að ráða aðstoð í eldhús leikskólans. Á leikskólanum er einnig eldaður hádegismatur fyrir grunnskólann. Vinnutími er kl. 8:00-16:00. Leitað er að starfsmanni sem býr yfir skipulagshæfni, snyrtimennsku og sjálfstæði í vinnubrögðum, auk hæfni í mannlegum samskiptum.