Fjárhagsáætlun 2018 - umsókn um styrki

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2018.   Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum.   Þeir sem hafa hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2017 sendi beiðni þess efnis á netfangið: grundarfjordur@grundarfjordur.is. Í umsókn skal koma fram fjárhæð þess styrks sem óskað er eftir ásamt stuttri greinargerð.   Umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 15. október 2017.     

Síðasti opnunardagur sundlaugar á laugardag en áfram opið í potta

    Síðasti opnunardagur sundlaugarinnar í Grundarfirði verður laugardaginn 14. október. Áfram verður þó opið fyrir aðgang í heitu pottana og vaðlaug í allan vetur sem hér segir:   Mánudagar - föstudagar kl 17-21 laugardagar kl 13-17  

Rökkurdagar verða haldnir dagana 26. október - 4. nóvember

    Rökkurdagar verða haldnir hér í Grundarfirði dagana 26. október til 4. nóvember næstkomandi. Undirbúningur fyrir menningarhátíðina er í fullum gangi og dagskráin að taka á sig mynd. Við viljum gjarnan heyra frá fólki og fyrirtækjum sem hafa hug á að taka þátt í hátíðinni með viðburði eða öðru sem á heima inni í dagskrá Rökkurdaga.   Þetta árið ætlum við að enda Rökkurdagana með stæl því hljómsveitin Á móti sól mun leika fyrir dansi í Samkomuhúsinu að kvöldi laugardagsins 4. nóvember og halda uppi stuði fram á nótt.  

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 28. október. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin. Í umdæmi Sýslumannsins á Vesturlandi fer hún fram á eftirtöldum stöðum:   Akranes – skrifstofu sýslumanns, Stillholti 16-18, virka daga kl. 10.00 til 15.00Borgarnesi – skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2, virka daga kl. 10.00 til 15.00Búðardal – skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11, virka daga kl. 12.30 til 15.30Eyja- og Miklaholtshreppi, skrifstofu hreppsstjóra, Þverá, virka daga kl. 12.00  til 13.00Grundarfirði - skrifstofu sýslumanns, Hrannarstíg 2, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 13.00 til 15.00Snæfellsbæ – skrifstofu Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, virka daga kl. 9.00 til 12.00 og 12.00 til 15.30Stykkishólmi – skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2, virka daga kl. 10.00 til 15.00. Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánari samkomulagi við viðkomandi kjörstjóra.      

Köttur í óskilum

Þessi köttur er í óskilum í áhaldahúsi Grundarfjarðar, eigandi hans getur vitjað hans þar.      

Útboð - snjómokstur 2017

Grundarfjörður óskar eftir tilboðum í snjómokstur í bænum frá nóvember 2017 til júní 2021.   Tilboðsgögn má nálgast á hér á heimasíðunni og á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar Borgarbraut 16. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar eigi síðar en kl. 11, mánudaginn 23. október og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn    

Grundfirðingar verðlaunaðir á uppskeruhátíð

    Uppskeruhátíð Snæfellsness samstarfsins í knattspyrnu yngri flokka fór fram í íþróttahúsinu í Ólafsvík föstudaginn 22. september. Fjórir flottir Grundfirðingar fengu þar viðurkenningar fyrir árangur sinn í boltanum í sumar.   Grundarfjarðarbær óskar þessum flottu fótboltakrökkum innilega til hamingju með árangurinn!  

Fjárhagsáætlun 2018 - umsóknir um styrki

  Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2018.   Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum.   Þeir sem hafa hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2017 sendi beiðni þess efnis á netfangið: grundarfjordur@grundarfjordur.is. Í umsókn skal koma fram fjárhæð þess styrks sem óskað er eftir ásamt stuttri greinargerð.   Umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 15. október 2017.      

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes boðar til fundar

    Smellið á mynd til að stækka  

Orðsending vegna hundahalds í Grundarfjarðarbæ

Hundahald í Grundarfjarðarbæ er heimilað að fengnu leyfi og með tilteknum skilyrðum, sem sett eru fram í samþykkt um hundahald í Grundarfirði.   Að gefnu tilefni er minnt á það að lausaganga hunda er alfarið bönnuð í þéttbýli bæjarins.   Eigendur eru beðnir um að virða þessar reglur svo ekki þurfi að koma til þess að viðkomandi hundar verði handsamaðir með tilheyrandi óþægindum.   Jafnframt er mikilvægt og skylt að hundeigendur hirði ávallt upp saur eftir hunda sína, en of mikið hefur borið á því að slíkt hefur ekki verið gert.   Um hundahald í Grundarfirði gilda samþykktir um hundahald  nr. 1194, sem einnig má finna á heimasíðu bæjarins. Allir hundaeigendur eru beðnir um að kynna sér samþykktirnar vel og virða þær reglur, sem þar eru framsettar.   Njótum þess að eiga dásamleg dýr og vini, sem hundarnir eru. Förum að settum reglum og tökum tillit til hvers annars.