- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Sautján starfsmenn Grundarfjarðarbæjar fengu viðurkenningu fyrir starfsaldur á árshátíð bæjarins í byrjun nóvember. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar hjá Grundarfjarðarbæ og því heilmikið að vinna upp.
Veittar voru viðurkenningar til þeirra sem höfðu náð 10, 20 og 30 ára starfsaldri hjá bænum og verður það hér eftir fastur liður að afhenda slíkar viðurkenningar fyrir trygglyndi og farsæl störf.
Lengstan starfsaldur hjá Grundarfjarðarbæ hafa Sigríður Gísladóttir launafulltrúi og Sunna Njálsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, en báðar hafa þær starfað hjá bænum í yfir þrjátíu ár.
Fimm starfsmenn hafa starfað hjá Grundarfjarðarbæ í yfir tuttugu ár, en það eru þær Eydís Lúðvíksdóttir, Helga María Jóhannesdóttir, Sigrún Hilmarsdóttir, Dóra Aðalsteinsdóttir og Unnur Birna Þórhallsdóttir.
Þá hafa tíu starfsmenn náð yfir tíu ára starfsaldri: Ingibjörg Þórarinsdóttir, Jónína Herdís Björnsdóttir, Hafsteinn Garðarsson, Anna Kristín Magnúsdóttir, Páley Gestsdóttir, Valgeir Þór Magnússon, Svetlana Geraimova Baldur Orri Rafnsson, Bryndís Theodórsdóttir og Guðbjörg Jenný Ríkharðsdóttir.
Grundarfjarðarbær þakkar ofantöldum trygglyndi og farsæl störf í þágu bæjarins.