Glæsilegur árangur Skólahreysti

Grunnskóli Grundarfjarðar hafnaði í öðru sæti í Vesturlandsriðlinum í Skólahreysti 2015 með 40,50 stig sem er glæsilegur árangur. Skólahreystikeppnin 2015 er hafin en fimmtudaginn fimmta mars kepptu skólar á Vesturlandi. Grunnskóli Grundarfjarðar tók þátt og fóru um 40 nemendur á unglingastigi suður í Garðabæ til að hvetja sitt lið til dáða. Þeir nemendur sem kepptu voru Dominik Wojciechowski, Sverrir Sævarsson, Lísbet Rós Ketilbjarnardóttir og Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir en Björg Hermannsdóttir og Aron Freyr Ragnarsson voru varamenn. Hvert lið samanstendur af tveimur strákum og tveimur stelpum sem öll þurfa að vera nemendur í 9. og/eða 10. bekk síns skóla. Tvö stigahæstu liðin í öðru sæti á landinu komast í úrslit Skólahreysti. Óskum nemendum innilega til hamingju með góðan árangur í Skólahreysti 2015.  

Vinnusmiðja um gerð styrkumsókna

Símenntun vesturlands stendur fyrir námskeiði um gerð styrkumsókna. Námskeiðið fer fram í FSN miðvikudaginn 11. mars, kl. 13:00 - 16:00.  Nánari upplýsingar eru hér.   

Söfnun

Stofnaður hefur verið tímabundinn söfnunarreikningur fyrir fjölskyldu Guðrúnar Pálsdóttur sem varð bráðkvödd á heimili sínu 23.02.2015.   Með fyrir fram þökkum.    0321-13-110070   kt: 240775-5739    

Kútmagakvöld Lions

Það nálgast hið stórkostlega KÚTMAGAKVÖLD Lionsklúbbs Grundarfjarðar.  Mikilfengleg matarveisla og stórkostleg skemmtun í Fjölbrautarskóla Snæfellinga laugardaginn 7. mars n.k.    

Aðalskipulag

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur ákveðið að fram fari heildarendurskoðun á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar. Núverandi aðalskipulag rennur út 2015. Óskað er eftir hugmyndum bæjarbúa, hvernig þeir vilja sjá bæinn vaxa og dafna.   Senda skal hugmyndir á byggingarfulltrúa bygg@grundarfjordur.is fyrir 11. mars 2015.   Bæjarstjórinn í Grundarfjarðarbæ  

Verum upplýst og örugg í umferðinni

Á undanförnum árum hefur athyglisverður árangur náðst í umferðaröryggismálum. Það má þó aldrei slaka á þó vel hafi tekist til og því er mikilvægt að benda á tvö atriði sem tengjast öryggi barna okkar í umferðinni. Þrátt fyrir að nú sé daginn tekið að lengja er enn myrkur þegar börn á skólaaldri eru á ferðinni. Því er mikilvægt að nota endurskinsmerki á yfirhafnir, ekki síður hjá fullorðna fólkinu sem með því sýnir gott fordæmi. Sjónarhorn ökumanna er annað en gangandi og hjólandi vegfarenda þegar ferðast er um í myrkri. Ökumenn sjá ekki aðra vegfarendur úr fjarlægð nema að þeir noti ljós og/eða gott endurskin.   Þá er einnig þörf á að skerpa á reglum um að börn undir 150 cm. á hæð mega ekki sitja í framsæti bifreiðar sem búin er öryggispúða. Að sjálfsögðu eiga allir farþegar í bílum einnig að vera spenntir í belti, líka þegar farið er um stuttan veg.   Verum upplýst og örugg í umferðinni.    

Háls-, nef og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði föstudaginn 27. febrúar n.k. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma 432 1350    

Bæjarstjórnarfundur

182. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 12. febrúar 2015, kl. 16:30. 

Hreystivika 16. - 22. febrúar 2015

Á síðasta ári var blásið til Hreystiviku í Grundarfirði. Vikan heppnaðist vel og því var ákveðið á fundi íþrótta- og æskulýðsnefndar að endurtaka leikinn og er því hér væntanlega um árlegan viðburð að ræða. Dagskráin í ár er fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem boðið verður uppá er skák, bardagalist að hætti víkinga, golf og margt fleira. Dagskránna er að finna hér. 

112 dagurinn í Grundarfirði

Í tilefni 112 dagsins, þann 11. febrúar, munu viðbragðsaðilar á svæðinu taka höndum saman til að vekja athygli á starfsemi sinni og ítreka mikilvægi þess að þekkja númerið 112 og hlutverk þess. Í ár verður öryggi og velferð barna í öndvegi og mikilvægi þess að börn og ungmenni geti brugðist rétt við slysum og erfiðum aðstæðum. Skólarnir munu fá heimsókn frá björgunarsveitinni og slökkviliði þar sem lögð verður áhersla á að allir þekki mikilvægi 112 númersins.