Rannsóknir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Grundarfirði

Blóðsýni verður framvegis tekið á mánudögum milli kl. 08:00 og 9:30. Beiðni frá lækni þarf alltaf að liggja fyrir. Æskilegt er að skjólstæðingar komi fyrir kl. 9:30 og séu fastandi.   Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma 432 1350    

Dagskrá 17. júní

Dagskrá 17. júní er að finna hér.    

Bæjarstjórnarfundur

187. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 18. júní 2015, kl. 16:30. 

Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna

Bæjarskrifstofan lokar kl. 12:00 föstudaginn 19. júní nk. Grundarfjarðarbær gefur starfsmönnum sínum frí eftir hádegið þennan dag til að fagna þeim tímamótum að 100 ár eru frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi.   Grundarfjarðarbær býður einnig til hátíðardagskrár í Bæringsstofu í tilefni dagsins:     Kl: 14.00 Saga grundfirskra kvenna og aðkoma þeirra að uppbyggingu Grundarfjarðarbæjar. Myndasýning.   Kl: 15.00 Marta Magnúsdóttir segir frá og sýnir myndir frá ferð sinni á Norðurpólinn fyrr á þessu ári.   Kl: 17.00 Heimildarmyndin Svartihnjúkur, stríðssaga úr Eyrarsveit.  

Við minnum á ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar

 Grundarfjarðarbær efnir á ný til ljósmyndasamkeppni árið 2015. Þetta er í sjötta sinn sem bærinn blæs til ljósmyndasamkeppni og hefur þótt takast vel til. Á þennan hátt hefur bærinn fengið nýjar myndir til birtingar og þátttakendur sínar myndir birtar. Myndefni samkeppninnar í ár er Gestir og gangandi. Myndirnar verða að vera teknar innan sveitarfélagsmarka. Samkeppnin stendur til 30. september 2015 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir.  

Menningar- og markaðsfulltrúi

Grundarfjarðarbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu menningar- og markaðsfulltrúa. Um er að ræða 100% starf. Starfið er laust frá 20. júlí 2015.  

Umsækjendur um starf skólastjóra grunnskólans

  Í starf skólastjóra Grunnskóla Grundarfjarðar bárust umsóknir frá fjórum einstaklingum:   Anna Kristín Magnúsdóttir Guðmundur B. Sigurbjörnsson Gunnsteinn Sigurðsson Sigurður Gísli Guðjónsson  

Kvenréttindadagurinn 19. júní 2015

Þann 19. júní nk. er 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Til að fagna þeim tímamótum gefur Grundarfjarðarbær starfsmönnum sínum frí eftir hádegi þann dag.   Stofnanir Grundarfjarðarbæjar verða því lokaðar frá kl. 12:00 þann 19. júní nk. af þessu tilefni.  

Sjómannadagurinn

 

Litla gula hænan í Grundarfirði 8. júní