Veðurofsi

Veðurspáin er mjög slæm fyrir morgundaginn, laugardaginn 14. mars. Bæjarbúar eru beðnir að huga sérlega að niðurföllum og ganga vel frá lauslegum hlutum.  

Kynningarfundur

  Samkvæmt 2.mgr. 30 gr. og 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010 er hér auglýstur kynningarfundur á eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulags tillögu. Aðveitustöð – aðalskipulagsbreyting Aðveitustöð – deiliskipulags tillaga   Meginmarkmið aðalskipulagsbreytingarinnar og deiliskipulags tillögunninnar er að bæta afhendingaröryggi raforku á svæðinu með færslu tengivirkis í aðveitustöð og lagningu jarðstrengja, auk þess að færa tengivirki fjær íbúðarbyggð. Markmiðið er einnig að breytingin valdi sem minnstri röskun á umhverfinu til lengri og skemmri tíma. Kynningarfundurinn verður í Ráðhúsi Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, föstudaginn 13. mars 2015 milli klukkan 16:00 og 16:30. Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði.  

Sóknaráætlun Vesturlands 2015-2019

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir kynningarfundi um Sóknaráætlun Vesturlands í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði miðvikudaginn 18 mars kl.16.30    

Bæjarstjórnarfundur

183. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 12. mars 2015, kl. 16:30.  

FSN - Opið hús - frestun

Vegna slæmrar veðurspár á morgun, fimmtudag, hefur verið ákveðið að fresta opnu húsi um óákveðinn tíma. Nánar auglýst síðar.  

Grunnskóli Grundarfjarðar tilkynnir

Spáð er slæmu veðri upp úr hádegi í dag og ef foreldrar meta það svo geta þeir sótt börn sín í skólanum þegar þeim hentar.  

Tónlistarskóli Grundarfjarðar tilkynnir

Öllu skólahaldi Tónlistarskóla Grundarfjarðar verður aflýst í dag vegna veðurs.  

Eldri borgarar athugið

Handavinna og jóga fellur niður í dag 10. mars.  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Fimmtudaginn 12. mars klukkan 17-18:30 verður opið hús í FSN. Þá verður kynning á nýjum námbrautum, inntökuskilyrðum, kennsluumsjónarkerfi, mötuneyti, nemendafélaginu og fleira.   Það eru allir velkomnir og nemendur sem ljúka grunnskólanámi í vor og forráðamenn þeirra eru sérstaklega boðnir velkomnir.     

Sorphirða

Gráa sorptunnan verður losuð í dag mánudag 9.mars vegna slæmrar veðurspár á morgun.   Íbúar Grundarfjarðarbæjar eru vinsamlegast beðnir um að moka vel frá sorptunnum til að auðvelda starfsmönnum aðgengi að þeim.