Samkvæmt 2.mgr. 30 gr. og 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010 er hér auglýstur kynningarfundur á eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulags tillögu.
Aðveitustöð – aðalskipulagsbreyting
Aðveitustöð – deiliskipulags tillaga
Meginmarkmið aðalskipulagsbreytingarinnar og deiliskipulags tillögunninnar er að bæta afhendingaröryggi raforku á svæðinu með færslu tengivirkis í aðveitustöð og lagningu jarðstrengja, auk þess að færa tengivirki fjær íbúðarbyggð. Markmiðið er einnig að breytingin valdi sem minnstri röskun á umhverfinu til lengri og skemmri tíma.
Kynningarfundurinn verður í Ráðhúsi Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, föstudaginn 13. mars 2015 milli klukkan 16:00 og 16:30.
Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði.